• Bíll Samskipa á ferðinni

Almennar sendingar

Innanlandsdeild Samskipa býður upp á alhliða flutningaþjónustu innanlands. Sú þjónusta felur í sér alla almenna flutninga á vörum, búslóðum, heilförmum, gámum, heimakstur á vörum o.fl.

Sérfræðingar í flutningum

Með vel útbúnum flutningabílum getur innanlandsdeild tryggt viðskiptavinum sínum skjóta og örugga afhendingu á vörum hvert á land sem er. Leitast er við að fyrirtækið sé í fararbroddi hvað varðar vöruflutninga innanlands. Starfað er eftir kröfum GÁMES og er starfsfólk Landflutninga þjálfað í meðferð og flutningi á hættulegum efnum. Auk þess eru strangar kröfur gerðar til öryggis á þjóðvegum. Háþróaður kæli- og frystibúnaður í bílum og vörugeymslum okkar tryggja að matvæli komast fersk til móttakanda hvert á land sem er.

Fragangurinn

 

ADR yfirlýsing um hættulegan varning

Öllum sendingum í innanlandsflutningum sem innihalda efni sem flokkast hættuleg skal fylgja eyðublað með ADR yfirlýsingu um hættulegan varning. Sendandi hættulegrar vöru er ábyrgur fyrir því að skila inn ADR yfirlýsingu um hættulegan varning. Í yfirlýsingunni þurfa að koma fram upplýsingar um hvað er verið að flytja. Eins þarf að fylla út eyðublaðið ef verið er að flytja tómar umbúðir undan hættulegum varningi sem ekki hafa verið hreinsaðar á viðeigandi hátt.

ADR er stytting á European Agreement Concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Road.

 

Hafið samband

Viðskiptaþjónusta innanlandsdeildar Samskipa sérhæfa sig í samninga- og tilboðsgerð til viðskiptavina og að veita ráðgjöf um allt er viðkemur flutningum innanlands. Þjónustufulltrúar veita upplýsingar um vörusendingar, reikninga og margt fleira.

Hér geturðu séð upplýsingar um algengustu spurningarnar og svör við þeim.