Gáma- og búslóðaflutningar

Oft þarf að senda vörur í miklu magni og bjóða Samskipa þá upp á lausnir í flutningum á heilförmum. 

Boðið er upp á 20 eða 40 feta gáma eða önnur sértæk flutningatæki. 

Í boði eru ýmsar flutningaleiðir á sjó og á landi.

Mynd úr vörumiðstöð Samskipa

Vörumiðstöð fyrir innanlandssendingar.

Í vörumiðstöðinni mætast millilanda- og innanlandskerfi Samskipa og gegnir hún lykilhlutverki í samþættingu kerfanna. Sendingar á leið til og frá landinu með Samskipum eða Jónum Transport fara um miðstöðina auk allra sendinga með innanlandsdeild Samskipa, sem sinna flutningum um land allt og dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess fara þúsundir bretta um húsið á ári hverju í beinni hýsingu.

Hvers kyns vörur hýsum við?

Vörumiðstöðin geymir vörur af öllum stærðum og gerðum, hvort sem um er að ræða almenna þurrvöru, frystivöru, kælivöru eða hættulegan varning. Fjölbreyttar hólfagerðir tryggja að vara er geymd í hentugu hólfi sem lækkar geymslukostnað.

Í vörumiðstöðinni eru bæði geymdar tollafgreiddar og ótollafgreiddar vörur og býður það upp á sveigjanleika fyrir innflytjendur, sem geta látið tollafgreiða hluta af sendingum eins og hentar hverju sinni.

Ekki hika við að hafa samband við þjónustufulltrúa fyrir hvers kyns aðstoð og ráðleggingar, netfangið er vorumidstod@samskip.com