Flutningar á landi

Innanlandsflutningar Samskipa bjóða upp á tíðar ferðir um allt land með þéttriðnu neti sem nær til allra landshluta.  

Félagið veitir viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu, allt frá flutningi á einstökum sendingum til og frá landsbyggðinni upp í sérsniðnar heildarlausnir sem innifela flutninga, hýsingu og dreifingu svo eitthvað sé nefnt.

Innanlandsdeild sinnir flutningum til og frá 75 áfangastöðum um land allt og starfrækir öflugar stöðvar á Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum sem sjá um dreifingu og aðra þjónustu við viðkomandi landshluta.  Auk þess starfa umboðsmenn vítt og breitt um landið sem styrkja flutningakerfið enn frekar.

Finna afgreiðslustað.