Flutningar á sjó

Vikulegar siglingar á ströndina

Snemma árs 2013 tilkynntu Samskip fyrst skipafélaga um fyrirætlanir sínar um að hefja strandsiglingar að nýju eftir margra ára hlé. Frá júlí 2015 eru þessar siglingar vikulega

Siglingar hófust í marsmánuði það ár en í júlí 2015 var áætluninni breytt þannig að farið er vikulega á ströndina og verður hagað þannig að aðra vikuna sigla skipin til Ísafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur og Reyðarfjarðar og hina vikuna hafa skipin viðdvöl á Sauðárkróki Akureyri og Reyðarfirði á leið sinni til Evrópu. Með þessu skipulagi er hægt að þjóna fimm höfnum á landsbyggðinni, þar af tveimur vikulega. Áætlunina má sjá á heimasíðu Samskipa: http://www.samskip.is/innflutningur/siglingaaaetlun/

Nýja siglingaleiðin hefur mælst vel fyrir og gert viðskiptavinum innanlandsdeildar Samskipa kleift að flytja vörur sínar með hagkvæmari hætti en áður. Ánægjulegt er að geta boðið viðskiptavinum upp á val af þessu tagi eftir margra ára hlé.

Nýja siglingaleiðin hefur einnig auðveldað útflytjendum á landsbyggðinni að senda afurðir sínar beint á markaði erlendis og þannig bætt samkeppnisstöðu þeirra auk þess þetta hefur haft fjárhagslegan ávinning í för með sér fyrir viðskiptavini.

Hér fyrir neðan er myndband af Arnarfellinu sem tekið var upp á dróna.