Þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ

Með stofnun Flutningasviðs SVÞ í ársbyrjun 2006 lagðist niður starfsemi SÍK - Samband íslenskra kaupskipaútgerða og verkefni sem þar hafði verið sinnt færðust yfir til flutningasviðsins.

Samband íslenskra kaupskipaútgerða var stofnað 18. janúar 1983.

Markmið félagsins hafa verið að:


  • Að efla samvinnu og samheldni aðildarútgerðar.
  • Að vaka yfir og verja hagsmuni íslenskrar kaupskipaútgerðar innanlands sem utan.
  • Að efla almenna þekkingu á kaupskipaútgerð.
  • Að efla menntun í fagskólum tengdum kaupskipaútgerð.
  • Að upplýsa stjórnvöld og skyldar stofnanir um stefnu, óskir og þarfir kaupskipaútgerða á hverjum tíma.
  • Að vinna að öðrum málaflokkum til hagsbóta fyrir íslenska kaupskipaútgerð og aðildarútgerðir eins og aðalfundur og stjórn SÍK ákveða hverju sinni.

Samband íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) lét árið 2003 útbúa samræmdra þjónustuskilmála, sem ætlað er að gilda um alla þjónustu sem aðildarfélög sambandsins veita, aðra en sjóflutninga.  Tilgangur SÍK með gerð þessara þjónustuskilmála var fyrst og fremst sá að kveða skýrar á um réttindi og skyldur aðildarfélaganna og viðskiptavina þeirra.   Þessir skilmálar hafa nú verið endurútgefnir undir merkjum SVÞ.  Skilmálar þessir eru fyrst og fremst ætlaðir til að skýrt sé kveðið á um réttindi og skyldur í samningum milli aðildarfyrirtækja flutningasviðsins og viðskiptavina þeirra, þegar um er að ræða hvers kyns flutningatengda þjónustu þar sem ekki er gefið út sérstakt farmbréf.  Vitnað er þá til skilmálanna í samningum milli aðila. 

Skilmálana má finna hér fyrir neðan á íslensku og ensku.

Þjónustuskilmálar SVÞ marka réttarstöðu viðskiptavina Samskipa gagnvart félaginu varðandi þá þjónustu og þau verk sem félagið tekur að sér og ekki falla undir flutningsskilmála Samskipa, sem eru að finna á farmbréfum félagsins og á heimasíðu þessari.

Almennir þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ (íslensk útgáfa)

Almennir þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ (ensk útgáfa)