Sölu- og þjónustufulltrúar

Ýmsir vöruflutningar eiga sér stað til og frá Grímsey sem Sæfari sér um að flytja í hverri viku.

Megnið af vöruflutningum fyrir Grímseyinga fer með Sæfara og  allur þungaflutningur og allur fiskur sem seldur er á markaði í Grímsey fer með Sæfara til baka.

Þegar stærri framkvæmdir hafa verið í Grímsey eins og árin 2013 - 2014 þegar verið var að laga grjótvarnargarð í Grímsey var þá allt grjótið flutt frá Dalvík með Sæfara.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um vörusendingar með Sæfara hjá þjónustufulltrúa okkar á Dalvík Jóni Arnari Helgasyni saefari@samskip.com eða í síma 458 8970

Hér er hægt að skoða verðskrá vörusendinga