Spurningar og svör varðandi búslóðaflutning

Hér eru nokkrar algengar spurningar varðandi búslóðaflutning innanlands og svör við þeim.

Ég þarf flytja búslóðina mína milli landshluta, hvernig sný ég mér í þeim málum?

Við byrjum á því að gefa viðskiptavinum tilboð í flutninginn en til þess þarf að fylla út tilboðsbeiðni á vefnum okkar. Vert er að benda á að ef búslóðin telst til lausavöru (ekki heill gámur) þá þarf að gefa upp rúmmetrafjölda í tilboðsbeiðninni þar sem tilboðin eru gefin eftir rúmmetrum.

Hvernig get ég áætlað hversu margir rúmmetrar búslóðin mín er?

Hér á vefnum er að finna búslóðareikni sem getur hjálpað til við að gefa þér hugmynd um stærð búslóðarinnar. Einnig getur verið gott að miða við 2 rúmmetra á hvert (euro) bretti sem er 2 metrar á hæð (0,8*1,2*2 m).

Hver er munurinn á FCL og LCL?

FCL er skammstöfun fyrir Full Container Load. Á íslensku er talað um heilgámasendingu og þá er miðað við að búslóðin fari í 20 feta eða 40 feta gám.

LCL er skammstöfun fyrir Less Than Container Load. Á íslensku er talað um lausavörusendingu og þá er miðað við að búslóðinni sé staflað á bretti. Búslóðin tekur þá einungis hluta af gámi. 

Nær heimilistryggingin mín yfir farmtryggingu?

Það er mismunandi – hafðu samband við tryggingafélagið þitt og fáðu upplýsingar um það hvort farmtrygging sé hluti af þinni heimilistryggingu.

Geta Samskip séð um tryggingu á búslóðinni minni?

Sjá nánari upplýsingar um tryggingar

Búslóðin mín varð fyrir tjóni, hvað geri ég?

Ef Samskip hafa haft milligöngu um tryggingu á búslóðinni þá biðjum við þig vinsamlegast að fylla út eyðublað fyrir tjón hér á vefnum.

Hvar get ég séð áætlun Samskipa?

Hér getur þú skoðað siglingaáætlun Samskipa.

Hér getur þú skoðað akstursáætlanir Samskipa.

Hvenær borga ég fyrir flutninginn?

Ávallt þarf að ganga frá greiðslu áður en flutningur fer fram, nema um annað hafi verið samið.

Get ég skipt greiðslunum niður?

Já, hægt er að gera raðgreiðslusamning í gegnum Valitor. Nauðsynlegt er að vera með íslenskt kreditkort og þarf sá hinn sami og tekur kortalánið að skrifa undir samninginn í þjónustudeild Landflutninga-Samskipa. Nánari upplýsingar varðandi kortalán veitir Valitor.

Aðrir greiðslumöguleikar eru millifærsla á reikning, staðgreiðsla eða greiðsla með kreditkorti.

Reikningsupplýsingar Samskipa:

Reikningur: 0301–26–1790
Kennitala: 440986–1539

 

Geta einhver gjöld fallið til eftir á?

Í flestum tilfellum gerist það ekki, en þess má þó geta að ef um lausavörusendingu er að ræða verður alltaf greitt fyrir þann rúmmetrafjölda sem búslóðin mælist við móttöku. Ef frávik eru frá uppgefnu máli í tilboði þá getur það haft áhrif á gjöldin sem því nemur.

Ef viðskiptavinur er lengur að hlaða/losa gám en kveðið er á um í tilboði þá bætast við aukagjöld.

Gámaleiga og geymslugjöld geta einnig fallið til, en viðskiptavinir með búslóða hafa 7 daga fría frá afhendingu gáms.

Sjá Samskip um að pakka búslóðinni minni á bretti og plasta?

Nei, Samskip bjóða ekki upp á slíka þjónustu. Samskip útvega bretti og plast en sjá ekki um að hlaða á brettin eða fylla í gám fyrir viðskiptavini. Starfsfólk Samskipa geta bent á trausta aðila til þess að sjá um pökkun og burð.  Hægt er að hafa þá samband við Samskip á viðkomandi afgreiðslustað.

Ef búslóð er sótt og sett í flutningabíl er nauðsynlegt að búslóðinni sé vel pakkað og að hún sé plöstuð á brettum.