Þjónustuskilmálar

Þjónustuskilmálar eru til þess að upplýsa viðskiptavini um hvers þeir mega vænta í þjónustu innanlandsflutninga Samskipa.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími hjá innanlandsdeild Samskipa í Reykjavík er mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 til kl. 16.30. Afgreiðslutíma innanlandsflutninga á öðrum stöðum má finna undir afgreiðslur.

Þjónustustaðlar

Afhending vörusendinga

Almenn vara, sem á að fara með áætlunarferðum innanlandsdeildar Samskipa, þarf að berast ekki seinna en einni klukkustund fyrir brottför áætlunarferða.

Frysti- og kælivara, sem á að fara með áætlunarferðum innanlandsdeildar Samskipa, þarf að berast ekki seinna en einni klukkustund fyrir brottför. Frysti- og kælivara til Austurlands og Vestfjarða þarf að berast fyrir hádegi brottfarardag.

Ekki er unnt að tryggja að vara sem berst síðar í hús en ofangreind tímamörk kveða á um fari með áætlunarbílnum samdægurs.

Frágangur fylgibréfa

Með öllum sendingum þarf að fylgja fylgibréf. Mikilvægt er að sendandi fylli út í alla reiti fylgibréfs hverrar sendingar. Á það einnig við um upplýsingar vegna þyngdar og rúmmáls sendingarinnar hverju sinni. Sendandi ber ábyrgð á að þær upplýsingar sem tilgreindar eru í fylgibréfi og merkingar vöru séu réttar. Hann er ábyrgur fyrir kostnaði eða tjóni er hljótast kann af því að upplýsingarnar séu rangar, ónákvæmar, ógreinilegar eða að öðru leyti ófullkomnar.

Akstursáætlanir

Brottfarartími áætlunarbíla er misjafn eftir leiðum. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér ítarlega akstursáætlun hvers ákvörðunarstaðar fyrir sig. Upplýsingar um akstursáætlanir má finna undir áætlanir.

Gámaakstur og almennur akstur

Þjónustustaðlar akstursþjónustu innflutnings

Innanlandsdeild Samskipa bjóða upp á akstur á gámum og lausavöru að dyrum viðskiptavina degi eftir að beiðni berst. Gjald er tekið fyrir akstur.

Tómir gámar eru sóttir til viðskiptavina innan þriggja virkra daga eftir að beiðni berst.

Samskip Akrafell - þjónustustaðlar fyrir strandflutninga

Skilatími gáma

  • Reykjavík - lausavara (LCL): Kl. 16:00 á föstudegi í vikunni fyrir brottför
  • Reykjavík - heilgámar (FCL): Kl. 12:00 á mánudegi á brottfarardegi.
  • Ísafjörður: Kl. 12:00 á brottfarardegi skips, á þriðjudegi.
  • Akureyri: Kl. 11:00 á brottfarardegi skips, á miðvikudegi.
  • Reyðarfjörður: Kl. 14:00 á brottfarardegi skips, á fimmtudegi.

Þjónustuvefur

Á þjónustuvef innanlandsdeildar Samskipa geta viðskiptavinir nálgast upplýsingar um flutninga þegar þeim hentar. Þar er hægt að skoða yfirlit yfir sendingar sem þegar hafa verið fluttar, kanna verð á sendingum, skoða skráningu fylgibréfa og nálgast upplýsingar eða panta akstur á þeim gámum sem skráðir eru hjá viðskiptavini.

Með þjónustuvefnum vilja innanlandsflutningar Samskipa auka þjónustu og þekkingarsambandið við viðskiptavini sína.