Stórflutningar

Stórflutningadeild Samskipa hefur umsjón með heilfarmaflutningum en starfsfólk deildarinnar hefur áralanga reynslu af flutningum af þessu tagi.

Meginverkefni deildarinnar er að aðstoða viðskiptavini með flutning á heilförmum og flutning vegna sérverkefna.  Mismunandi þarfir krefjast mismunandi lausna og leggur starfsfólk sig fram um að finna bestu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni.

Meginstarfsemi deildarinnar er innflutningur á fóðri og útflutningur á fiskimjöli, flutningur á frosnum fiski til og frá landinu og stórflutningar vegna ýmissa stórframkvæmda.

 

Söludeild

Gummi_O

Guðmundur Óskarsson

Forstöðumaður

Beinn sími: 458 8260

Gsm: 858 8260

Senda póst