Umboðsþjónusta

Við bjóðum alla almenna þjónustu við erlend skip sem koma til hafnar á Íslandi.

Fyrirtækið sinnir þörfum allra skipa, svo sem þjónustu við togara, skemmtiferðaskip, herskip, almenn flutningaskip og olíuskip svo fátt eitt sé nefnt.  Skipin hafa oftar en ekki skamma viðdvöl og þurfa þar af leiðandi á skjótum og vönduðum vinnubrögðum að halda.

Samskip bjóða fjölbreytta þjónustu er tengist afgreiðslu erlendra skipa og góð tengsl við opinberar stofnanir til dæmis tollayfirvöld og Útlendingastofnun.


Skemmtiferðaskip
Einn umfangsmesti þáttur í starfsemi umboðsþjónustu Samskipa er þjónusta við skemmtiferðaskip sem koma til landsins á hverju sumri.  Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið annar af tveimur stærstu þjónustuaðilum þessara skipa.

Hægt er að hafa samband við deildina með því að senda tölvupóst á netfangið agency@samskip.com.