Fréttir

_K9A9621

Árlegt jólaboð Samskipa haldið í Hörpu - 4.12.2013

Mikill fjöldi viðskiptavina og starfsfólks tók smá forskot á aðventuna með Samskipum í Hörpu síðastliðinn föstudag. Lesa meira

"Bílstjórinn og framtíðin“ - 12.11.2013

Síðastliðinn laugardag var Bílstjóraráðstefna Samskipa 2013 haldin í Reykjavík, yfirskrift ráðstefnunnar var „Bílstjórinn og framtíðin“. Lesa meira

Nýtt vöruhús í Norfolk USA - 7.11.2013

Samskip hafa samið um við Port City USA um vöruhúsaþjónustu í Norfolk USA frá og með 15 nóvember næstkomandi. Lesa meira

Samskip taka þátt í kaupstefnu í Grænlandi - 25.10.2013

Samskip og Jónar Transport taka þátt í kaupstefnu í Nuuk í Grænlandi dagana 24.-26. október.  Er markmiðið með kaupstefnunni m.a. að auka viðskiptatengsl á milli landanna. Lesa meira

Leyfileg þyngd á gámum - 24.10.2013

Mismunandi reglur gilda á milli landa um leyfilega hámarks innihaldsþyngd gáma (Cargo Gross MT) og hvetjum við viðskiptavini til að kynna sér reglurnar vel áður en sendingar fara af stað. Lesa meira

Samskip Akrafell kom til Reykjavíkur í gær - 15.10.2013

Samskip Akrafell lagðist að bryggju í Reykjavík í fyrsta sinn í gær í fallegu veðri og var þessi mynd tekin af því tilefni. 

Lesa meira

Samskip myndarlegur stuðningsaðili siglingastarfsins á Akureyri. - 15.10.2013

Óskar Jensson svæðisstjóri Samskipa á Norðurlandi og Rúnar Þór formaður Nökkva siglingaklúbbs undirrituðu samstarfssamning í  afmælisfagnaði Nökkva þann 8.okt sl.

Lesa meira

Samskip tóku þátt í Arctic Circle - 15.10.2013

Samskip voru þátttakendur í og stuðningsaðilar Arctic Circle ráðstefnunnar, sem fram fór í Hörpunni 12.-14. október.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning  - 14.10.2013

Yfirvofandi er verkfall í Frakklandi sem hefjast á kl. 04:00 á morgun þriðjudag 15.október í Boulogne-sur-Mer (BSM). Lesa meira

Samskip Akrafell á leið til Íslands - 10.10.2013

Svona sigldi Samskip Akrafell í morgun áleiðis til Íslands og er áætluð koma til Reykjavíkur á sunnudagskvöld.

Lesa meira
Samskip_Akrafell

Tafir á komu Samskip Akrafells - 7.10.2013

Vegna ófyrirséðra tafa sem upp hafa komið við viðgerð á Samskip Akrafelli mun skipið tefjast frá síðustu útgefnu áætlun. Nú lítur út fyrir að skipið verði í Reykjavík í kringum mánudaginn 14. október. Lesa meira
Samskip_Akrafell_2

Nýtt skip - Samskip Akrafell bætist við flota Samskipa - 20.9.2013

Nýtt skip hefur bæst í flota Samskipa samstæðunnar.  Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun mánaðarins og  hefur það fengið nafnið Samskip Akrafell. Lesa meira
PB_a_vopnafirdi

Pioneer Bay á Vopnafirði - 11.9.2013

Pioneer Bay, áætlunarskip Samskipa, hafði viðkomu á Vopnafirði í liðinni viku og fóru 25 gámar af frystum makrílafurðum með skipinu til Evrópu fyrir HB Granda.

Lesa meira

Samkeppniseftirlitið aflar gagna í höfuðstöðvum Samskipa - 10.9.2013

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu í morgun í höfuðstöðvar Samskipa í Reykjavík og lögðu fram heimild til húsleitar. Starfsfólk Samskipa vinnur nú að því að afla umbeðinna gagna í fullu samráði við starfsmenn eftirlitsins. Lesa meira
pioneer_bay_dalvik

Pioneer Bay stoppar í Rotterdam vegna viðgerðar - 3.9.2013

Pioneer Bay, áætlunarskip Samskipa, mun stoppa í Rotterdam í ferð 1336BAY vegna viðgerðar.  Mun skipið halda áfram áætlun frá Rotterdam 18. september. Lesa meira

Endurnýjun á samningi við Öryggismiðstöðina - 12.8.2013

Samningur við Öryggismiðstöðina var endurnýjaður nú á dögunum og gildir þessi samningur í þrjú ár. Lesa meira

Breyting á áætlun Pioneer Bay í tilefni Fiskidagsins mikla á Dalvík. - 6.8.2013

Pioneer Bay mun hafa viðkomu á Dalvík í viku 32 auk Akureyrar í tilefni af Fiskideginum mikla. Lesa meira
thorlakshofn

Stórgóðir tónleikar í Þorlákshöfn - 10.7.2013

Stórgóðir voru tónleikar Áhafnarinnar á Húna í gærkvöldi í Þorlákshöfn og mættu fjölmargir til að hlusta á Áhöfnina. Var mikil ánægja meðal gesta með tónleikana sem létu smá rigningu ekki á sig fá.

Lesa meira
vestm2

800 manns á tónleikum Húna í Eyjum - 9.7.2013

Frábær stemning var á tónleikum Áhafnarinnar á Húna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og mætingin góð, en um átta hundruð gestir hlustuðu á Áhöfnina.  Heppnuðust tónleikarnir vel í alla staði og var hljómsveitin klöppuð upp af ánægðum áhorfendum í lokin.

Lesa meira
huni_borgarfjordur

Áhöfnin á Húna rokkar á Borgarfirði eystra - 5.7.2013

Áhöfnin á Húna hélt aðra tónleika sína á ferðinni í kringum landið í gærkvöldi.  Tónleikarnir voru haldnir á bryggjunni á Borgarfirði eystra og er áætlað að á milli 5 og 600 manns hafi komið þar saman.

Lesa meira
krabb_fugl

Kom færandi hendi til Krabbameinsfélagsins - 4.7.2013

Í morgun kom Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri á gámavelli Samskipa, færandi hendi til Krabbameinsfélagsins.  Hefur Ólafur, ásamt konu sinni Ernu Jónsdóttur, undanfarin ár heitið 1.000 krónum á Krabbameinsfélagið fyrir hvern fugl sem þau hjónin ná á golfvellinum.

Lesa meira
nar_orkneyjar

Áhöfn Auðar komin til Orkneyja - 18.6.2013

Einar, Eyþór, Kjartan og Svanur, meðlimir North Atlantic Row, eru nú komnir til Orkneyja en þangað náðu þeir á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Eru þeir fyrstir til að róa frá Noregi yfir Norðursjó til Orkneyja án aðstoðar véla eða segla. Lesa meira

80 sumarstarfsmenn til Samskipa - 13.6.2013

Fjöldi ungmenna hefur verið ráðinn í sumarstörf til Samskipa á flestar starfsstöðvar og koma mörg þeirra ár eftir ár. 

Lesa meira
fra_noregi

„Ævintýralega skemmtileg og erfið ferð framundan“ - 10.6.2013

Róðrarkapparnir fjórir sem ætla að róa yfir Atlantshafið á Auði, sérstökum úthafsróðrarbát, eru nú á leið til Orkneyja en það er fyrsti viðkomustaðurinn á leið þeirra frá Noregi til Íslands.

Lesa meira

Samskip og Landflutningar sigla með „Áhöfninni á Húna“ - 4.6.2013

Samskip og Landflutningar hafa tekið höndum saman með Rás2 og nokkrum öðrum kostendum að fara í hringferð um landið með „Áhöfninni á Húna“

Lesa meira
nyr_samskip.is

Nýr Samskip.is í loftið - 30.5.2013

Samskip hafa opnað nýjan vef á slóðinni samskip.is.  Hefur undirbúningur staðið í nokkra mánuði og er nýi vefurinn mun auðveldari í notkun en sá sem fyrir var. Lesa meira

Auður er stödd í Rekefjord - 27.5.2013

Auður er nú stödd við höfnina í Rekefjord, Noregi sem er virkilega fallegur staður.

Lesa meira

Íþróttaafrek á heimsmælikvarða - 17.5.2013

Íslensku ofurhugarnir sem leggja af stað frá Kristiansand í Noregi í dag á úthafsróðrarbátnum Auði vinna íþróttaafrek á heimsmælikvarða og komast í heimsmetabók Guinness ef þeim tekst ætlunarverk sitt

Lesa meira

Titill Þrettán flutningatæknar útskrifast úr Flutningaskóla Samskipa - 16.5.2013

Þrettán nemendur útskrifuðust sem flutningatæknar úr Flutningaskóla Samskipa síðasta þriðjudag og var nemendahópurinn fjölþjóðlegri en nokkru sinni fyrr því auk Íslendinga stunduðu nú nám við skólann þrír Pólverjar, Marokkóbúi og Filippseyingur.

Lesa meira

Nýr gámalyftari - 13.5.2013

Samskip tóku í notkun nú á dögunum nýjan Kalmar gámalyftara sem leysir af hólmi eldri lyftara af sömu gerð. Lesa meira

Ánægja með sjávarútvegssýninguna í Brussel - 2.5.2013

Mikil ánægja var með þátttöku Samskipa í hinni árlegu European Seafood Exposition, sem haldin var í síðustu viku í Brussel. Lesa meira

North Atlantic Row á næsta leiti - 2.5.2013

Nú eru einungis um tvær vikur þangað til ofurhugarnir leggja úr höfn frá Kristiansand í Noregi áleiðis til Orkneyja, Færeyja og Íslands, en þeir leggja af stað á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí Lesa meira

Samskip í Brussel - 23.4.2013

Nú stendur yfir sjávarútvegssýning í Brussel og eru Samskip þar með stóran bás.  Er þetta ein af stærstu sýningum sinnar tegundar og er hún haldin árlega Lesa meira

Bremsulaus með ekkert útsýni - 18.4.2013

Jón Bjarni Hrólfsson ásamt aðstoðarliði sínu náði þeim frábæra árangri um helgina að ná á verðlaunapall í breska meistaramótinu í rallíkrossi. Lesa meira

Samskipum vel tekið á Ísafirði - 17.4.2013

Óhætt er að segja að strandsiglingum Samskipa hafi verið tel tekið af Ísfirðingum og Vestfirðingum öllum, en Samskip héldu í gær boð fyrir viðskiptavini í Turnhúsinu til að fagna nýrri siglingaleið félagsins um ströndina áleiðis til Evrópu

Lesa meira

Báturinn hlaut nafnið Auður - 8.4.2013

Síðastliðinn laugardag var úthafsbát North Atlantic Row gefið nafnið Auður eftir kvenskörungnum Auði djúpúðgu. Báturinn var keyptur í Hollandi og er 1,6 tonn, gistirými er í bátnum auk stjórnklefa.

Lesa meira

Nýrri siglingaleið fagnað - 27.3.2013

Í síðustu viku héldu Samskip boð í Hofi á Akureyri fyrir viðskiptavini og fleiri gesti í tilefni af fyrstu komu skips Samskipa til Akureyrar á nýrri siglingaleið félagsins. Margir góðir gestir litu við og var ánægjulegt að hitta þá og heyra af ánægju þeirra með nýju leiðina.

Lesa meira

Við gefumst ekki upp þó móti blási - 20.3.2013

Þrátt fyrir vonsku veður og glímutök Veturs konungs, komst gámur fullur af græjum til Ísafjarðar í tæka tíð fyrir „aldrei fór ég suður“ tónlistarhátíðina. Lesa meira

Ásbjörn fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi - 13.3.2013

Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, fékk Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í gær. Það var forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Turninum að viðstöddu miklu fjölmenni. Lesa meira

Samskip brjóta blað í sjóflutningum af landsbyggðinni: Siglt frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlandsins - 21.2.2013

Samskip boða þáttaskil í sjóflutningum til og frá Íslandi með nýrri siglingarleið sem er á dagskrá frá og með 18. mars næstkomandi.

Lesa meira