Fréttir

Breyting á ferð 1502 HBB - 19.12.2014

Gerðar hafa verið breytingar á siglingaáætlun Horst B í ferð 1502 HBB.  Mun skipið sigla frá Reykjavík 27. desember til Ísafjarðar.

Lesa meira

Arnarfellið væntanlegt til Reykjavíkur - 18.12.2014

Arnarfellið (ferð 1449 ARN) er væntanlegt til Reykjavíkur í kvöld.  Hefst vinna við skipið við komu. Lesa meira
IMG_0704

Miklar seinkanir vegna veðurs - 12.12.2014

Horst B, sem var áætlað til Reykjavíkur 22. desember (ferð 1450 HBB) mun ekki ná til Reykjavíkur fyrir jól vegna slæms veðurs.  Lesa meira
Picture-072

Komutímar Arnarfells og Horst B - 3.12.2014

Arnarfelli (1447 ARN) og Horst B (1447 HBB) hefur seinkað á leið til landsins vegna slæms veðurs.

Lesa meira
jt_print_pos_4c_copy

Jónar Transport flytja hjálpargögn til Sierra Leone fyrir Aurora velgerðasjóð - 24.11.2014

Fyrir skömmu skipulögðu Jónar Transport flutning á sendingu af hjálpargögnum og lyfjum sem gefin voru af Aurora velgerðarsjóði til neyðaraðstoðar í Sierra Leone vegna Ebólu faraldursins. Lesa meira

Upplýsingar fyrir viðskiptavini Samskipa vegna tilskipunar Evrópusambandsins um minnkun brennisteinsoxíða í útblæstri skipa - 21.11.2014

Þann 1. janúar 2015 tekur gildi tilskipun Evrópusambandsins 2012/33/EU um takmörkun brennisteinsoxíða (SOx) í útblæstri skipa.

Lesa meira
IMG_0704

Rafrænir reikningar frá Samskipum - 21.11.2014

Samskip hf munu frá og með 21. nóvember 2014 senda reikninga til viðskiptavina í PDF skjali með tölvupósti samanber bréf sem send voru til viðskiptavina í júní og september sl. Lesa meira
Sjavarutvegsradstefnan

Samskip styrkja Sjávarútvegsráðsstefnuna - 20.11.2014

Samskip eru einn af aðalstyrktaraðilum Sjávarútvegsráðstefnunnar sem haldin á Grand Hótel 20. og 21. nóvember. Rúmlega 40 erindi verða flutt á ráðstefnunni í 10 málsstofum en tilgangur hennar er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg á Íslandi. 

Lesa meira

Jólaáætlun 2014 - 14.11.2014

Jólaáætlun Arnarfells, Helgafells og Horst B

Lesa meira

Yfirlýsing frá Samskipum - 16.10.2014

Vegna frétta síðustu daga um ætlað samráð á flutningamarkaði vilja Samskip koma eftirfarandi á framfæri. Lesa meira
IMG_0704

Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot - 15.10.2014

Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip koma því á framfæri að félagið vísar á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram.  

Lesa meira
Picture-072

Horst B seinkar til Reykjavíkur - 10.10.2014

Vegna slæms veðurs á leið til Evrópu hefur Horst B seinkað (ferð 1440HBB) og er skipið væntanlegt til Reykjavíkur miðvikudaginn 15. október.
Lesa meira
_MG_4875

Ísfélagið hlaut verðlaun Samskipa á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum - 29.9.2014

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, afhenti Guðbjörgu Matthíasdóttur, fyrir hönd Ísfélags Vestmannaeyja, verðlaun fyrir framúrskarandi flota á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum.

Lesa meira
londun_hires_crop

Velkomin í bás G70 - 25.9.2014

Sérfræðingar Samskipa taka vel á móti gestum Sjávarútvegssýningarinnar sem heimsækja básinn okkar. Þar kynna þeir víðfemt og þéttriðið flutninganet okkar á sjó, landi og lofti um allan heim og einnig splunkunýjan vef Landflutninga.

Lesa meira

Nýr Landflutningavefur - 23.9.2014

Nú hefur nýr vefur Landflutninga litið dagsins ljós sem auðveldar aðgengi að upplýsingum um þjónustu félagsins.  Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og á vefnum má m.a. finna gagnvirkt Íslandskort með upplýsingum um  afgreiðslustaði og umboðsmenn og áætlanir Landflutninga.

Lesa meira
mynd25

Akrafell á leið til Reyðarfjarðar - 12.9.2014

Akrafell, flutningaskip félagsins sem strandaði við Vattarnes í liðinni viku, hefur verið bundið við bryggju á Eskifirði undanfarna daga. Lesa meira

Akrafell komið til hafnar á Eskifirði - 7.9.2014

Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags 6.september, liggur nú við bryggju á Eskifirði eftir giftusamlega björgun. Engin mannskaði varð og er það fyrir mestu.

Lesa meira
Koma_til_RVK

Samskip Akrafell strandaði við Vattarnes - 6.9.2014

Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu. Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.

Lesa meira

Sainty Vogue ekki til Vestmannaeyja - 2.9.2014

Sainty Vogue, sem leysir Helgafellið af þessa vikuna, mun ekki koma við í Vestmannaeyjum þessa vikuna. Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri í Færeyjum - 20.8.2014

Sjúrður Johansen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samskipa pf í Færeyjum. Hann mun taka við starfinu þann 1. september n.k.

Lesa meira
Fiskidagurinn_2014_4

Landflutningar og Samskip á Fiskideginum mikla á Dalvík - 11.8.2014

Fiskidagurinn mikli var haldinn á laugardaginn á Dalvík.  Landflutningar og Samskip hafa um árabil styrkt viðburðinn og þetta árið var engin undantekning. Lesa meira
Koma_til_RVK

Sainty Vogue til Reykjavíkur á miðvikudag - 11.8.2014

Sainty Vogue (1431SVO) er væntanlegt til Reykjavíkur á miðvikudag, í stað Arnarfells (1431ARN).  Sendingar frá Rotterdam, sem fara áttu með Samskip Akrafelli, voru þess í stað lestaðar um borð í Sainty Vogue.

Lesa meira

KKÍ og Landflutningar – Samskip  skrifuðu nýlega  undir samstarfssamning til næstu tveggja ára. - 10.6.2014

Landflutningar verða einn af samstarfsaðilum  KKÍ með áherslu á að efla barna og unglingastarf körfuboltans hringinn í kringum í landið og auka útbreiðslu íþróttarinnar enn frekar.

Lesa meira

Samskip styrkja Landsamband hestamannafélaga - 6.6.2014

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landssambands  hestamannafélaga – LSH og Samskipa um stuðning við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu 30.júní – 6.júlí í sumar ásamt stuðningi við Landslið Íslands í hestaíþróttum.

Lesa meira
Palmar_Oli_Magnusson

Pálmar Óli nýr forstjóri Samskipa - 4.6.2014

Stjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf.  Pálmar mun hefja störf hjá Samskipum þann 7. júlí n.k. 
Lesa meira

Skipulagsbreytingar leggja grunn að frekari uppbyggingu - 28.5.2014

Yfirstjórn Samskipa hefur kynnt áform sín um breytt skipulag Samskipasamstæðunnar. Markmiðið er að einfalda og straumlínulaga rekstur samstæðunnar.

Lesa meira
Vesna

Dr. Vesna inn í stjórn Samskipa - 28.5.2014

Á aðalfundi í Samskipum fyrr í mánuðinum, var Dr. Vesna Nevistic kjörin í stjórn Samskipa hf. og Samskip Holding BV.

Lesa meira

Breyttur lokunartími í Danmörku vegna frídaga - 27.5.2014

Vegna almennra frídaga í Danmörku uppstigningardag 29. maí og 5. júní nk. breytast lokunartímar fyrir sendingar til Íslands og Færeyja.

Lesa meira

Breyttur lokunartími í Danmörku vegna frídags föstudaginn 16. maí - 13.5.2014

Vegna almenns frídags í Danmörku föstudaginn 16. maí breytast lokunartímar í Árósum og Kaupmannahöfn.
Lesa meira

140 nýir frystigámar í flota Samskipa - fjárfesting upp á 430 milljónir króna - 9.4.2014

Samskip hafa fest kaup á 140 nýjum 45‘ gámum sem eru sérstaklega hannaðir fyrir hitastýrða flutninga á lengri leiðum félagsins um allan heim. Gámarnir eru léttari og sérlega umhverfisvænir.

Lesa meira

Samskip styrkja Aldrei fór ég suður - 3.4.2014

Samskip styrkja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskahelgina. Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.

Lesa meira

Samskip á sjávarútvegssýningunni í Brussel - 2.4.2014

Samskip munu taka þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin verður 6.-8. maí. Lesa meira

Fimleikasamband Íslands og Samskip undirrita samstarfssamning - 13.3.2014

Fimleikasamband Íslands og Samskip undirrituðu í dag samstarfssamning vegna Evrópumóts í hópfimleikum sem haldið verður á Íslandi í október.

Lesa meira

Akrafelli seinkar vegna slæms veðurs - 11.3.2014

Akrafelli (ferð 1409AKR) hefur seinkað á leið sinni til Reykjavíkur vegna mjög slæms veðurs. Er skipið áætlað til Reykjavíkur snemma aðfararnótt miðvikudags. Hefst vinna við skipið um nóttina og verður vinnu hraðað eins og kostur er. Lesa meira

Rökstuðningur dómnefndar fyrir vali á menntafyrirtæki ársins 2014 - 4.3.2014

Hér kemur rökstuðningur dómnefndar fyrir vali á Menntafyrirtæki ársins 2014 þar sem Samskip báru sigur úr býtum.

Lesa meira

Samskip útnefnd Menntafyrirtæki ársins - 3.3.2014

Samskip voru  í dag útnefnd Menntafyrirtæki ársins 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og voru fjögur fyrirtæki tilnefnd. Auk Samskipa voru Isavia, Landsbankinn og RioTinto Alcan á Ísland tilnefnd. 

Lesa meira

Samskip tilnefnd til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014 - 20.2.2014

Samskip hafa verið tilnefnd til menntaverðlauna atvinnulífsins í flokki Menntafyrirtæki ársins 2014, verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn mánudaginn 3. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

Lesa meira
GreenBridge_logo

Samskip  og stærsta flutningafyrirtæki Tyrklands  með „græna brú“ til og frá Evrópu - 5.2.2014

Samskip hafa ásamt stærsta flutningafyrirtæki Tyrklands, Turkey Netlog Logistics Group, stofnað sameiginlegt flutningafyrirtæki til að annast rekstur og markaðssetningu á nýrri flutningaleið frá Tyrklandi til Evrópu.

Lesa meira

Landflutningar kaupa bíla og tæki fyrir hálfan milljarð - 31.1.2014

Samskip hafa keypt bíla og margvísleg tæki fyrir um 150 milljónir króna á síðustu mánuðum fyrir Landflutninga. Frekari bíla- og tækjakaup eru framundan og er áætlað að þau kaup  nemi um 350 milljónum króna. 

Lesa meira

Samskip áfram einn helsti styrktaraðili HSÍ  - 10.1.2014

Samskip og Handknattleikssamband Íslands hafa undirritað áframhaldandi samstarfssamning sem miðar að eflingu á handknattleiksíþróttinni á Íslandi. Lesa meira