Fréttir

Þróa næstu kynslóð sjálfbærra skipaflutninga - 28.12.2018

Samskip hafa orðið fyrir valinu til að leiða verkefni þar sem í þróun er næsta kynslóð sjálfbæra skipaflutninga á styttri sjóleiðum.

Lesa meira
Frétt í Bæjarins besta

Ísafjörður bætist við strandleið Samskipa - 14.12.2018

Ísafirði hefur verið bætt við sem viðkomuhöfn á Strandleið Samskipa og verður þar fyrsta viðkomuhöfn á leiðinni norður og austur fyrir land áður en haldið er til Færeyja. 

Lesa meira

Á vélaverkstæðinu geta farið hundrað lítrar í olíuskipti á lyftara - 13.12.2018

​​Arnar Þorsteinsson er mörgum hjá Samskipum kunnugur enda hefur hann starfað hjá fyrirtækinu í um 16 ár samtals en hann byrjaði 1999 á Arnarfellinu og var þar í sex ár áður en leiðin lá á vélaverkstæði Samskipa. Arnar hefur nýtt tímann vel því hann er virkur í félagslífi starfsmanna, tekur þátt í hjólreiðahópnum, mætir í ræktina og á pub quiz, bjórkvöld og aðra starfsmannaviðburði. 

Lesa meira
Bíll Samskipa á ferðinni

Áætlanir bíla um jól og áramót - 10.12.2018

Flutningabílar Samskipa keyra um jól og áramót sem hér segir.

Lesa meira

Eimskip dæmt til greiðslu hárra skaðabóta vegna samkeppnisbrota á Samskipum - 5.12.2018

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi þann 4. desember, dóm þess efnis að Eimskipi bæri að greiða Samskipum skaðabætur vegna máls sem Samskip höfðuðu 12. október 2011 vegna samkeppnisbrota Eimskips.

Lesa meira
Birkir Hólm Guðnason

Samskip umsvifameiri en flesta grunar - 28.11.2018

 

„Ég held að fáir Íslendingar átti sig á því hversu stór Samskip eru erlendis og hversu umfangsmikið flutningakerfi fyrirtækið hefur byggt upp gegnum árin,“ segir Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa á Íslandi, í ítarlegu viðtali við Markaðinn. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir nýafstaðnar breytingar á siglingakerfi Samskipa sem miði að því að auka hlutdeild fyrirtækisins í útflutningi íslenskra sjávarafurða. Þá er komið inn á stöðuna í flugbransanum, en Birkir starfaði áður hjá Icelandair, auk þess sem rædd er staða efnahagsmála. 

 

Lesa meira
Bildudalur_frett_2018

Fjallað um siglingar Samskipa frá Bíldudal - 27.11.2018

Siglt verður með yfir 50 gáma af laxi frá Bíldudal í viku hverri gangi eftir áform Arnarlax um stóraukið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum. 

Lesa meira

Sjóflutningar hafa vinninginn - 5.11.2018

Fram kemur í nýbirtri samantekt og samanburði Hagstofu Íslands á losun koltvísýrings (CO2) að sjóflutningar eiga minnstan hlut í heildarlosun á Íslandi. Sú staðreynd kann að koma einhverjum á óvart, en endurspeglar um leið hversu vistvænir sjóflutningar eru í samanburði við aðra flutningsmáta í millilandaflutningum.

Lesa meira
Skálafell

Samskip gera tímamótasamning við Arnarlax - 1.11.2018

Samskip og Arnarlax hafa skrifað undir samstarfssamning um að Samskip annist útflutning á afurðum Arnarlax frá Bíldudal og innflutning á aðföngum fyrir fyrirtækið. Siglingarnar hófust miðvikudaginn 31. október þegar Skálafell kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals, en langt er um liðið síðan þaðan hafa verið beinar millilandasiglingar.

Lesa meira

Gámaskipin umhverfisvænsti kosturinn - 23.10.2018

​Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa segir Norðurskautssiglingar ekki vera framtíðina í vöruflutningum til og frá Íslandi.

Lesa meira
Birkir

Notar Helgafellið til æfinga - 22.10.2018

 Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa, hefur búið í Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hann segist spenntur fyrir að starfa á nýjum vettvangi en síðustu 10 ár á undan hefur hann verið framkvæmdastjóri Icelandair.

Lesa meira
Mynd-1-web

Litríkur töffari við stjórnvölinn á Akureyri - 18.10.2018

Henný Lind Halldórsdóttir er nýráðin sem rekstrarstjóri svæðisskrifstofu Samskipa á Norðurlandi. Hún er þó langt því frá einhver nýgræðingur hjá fyrirtækinu á Akureyri, heldur hóf hún fyrst störf sem sumarstarfsmaður í afgreiðslu 2012, en fékk svo fulla ráðningu og hefur starfað óslitið hjá Samskipum síðan. Allan tímann hefur hún haft umsjón með þjónustu við skemmtiferðaskip sem sækja Akureyri heim.

Lesa meira
Ottó Sigurðsson

Samskip ráða Ottó Sigurðsson sem framkvæmdastjóra innflutningssviðs - 8.10.2018

Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Með ráðningunni snýr Ottó aftur til Samskipa, en hann var forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa frá 2013 til loka árs 2016.

Lesa meira
Samskip

Árétting Samskipa vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveiki - 4.10.2018

Vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveiki þriðjudagskvöldið 2. október, vilja Samskip árétta að verklagi hefur verið breytt frá þeim tíma (2017) sem fjallað var um í þættinum. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verða þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. 

Lesa meira
Birkir Hólm

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf. - 21.9.2018

Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008.

Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum að eigin ósk og verður viðloðandi félagið við innleiðingu nýs siglingakerfis Samskipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi.

Lesa meira
Flutningskerfi_IMP_Isl_2018

Samskip kynna nýtt siglingakerfi til og frá Íslandi og Færeyjum - 11.9.2018

Blásið til sóknar og kalli markaðarins mætt með bættri þjónustu.
Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.

Lesa meira
Samskipamynd

Samskip kynna nýtt teymi stjórnenda - 10.9.2018

Í framhaldi af tilkynningu þess efnis að Jens Holger Nielsen hafi látið af störfum sem forstjóri Samskipa eru eftirfarandi breytingar á skipuriti félagsins kynntar. 

 

Lesa meira
Ráðstefna um umhverfismál

Samskip styðja ráðstefnu um vistheimt - 7.9.2018

Samskip eru stoltur styrktaraðili SER Europe 2018 ráðstefnunnar sem fram fer í fyrsta sinn á Íslandi dagana 9. til 13. september næstkomandi.

 

Lesa meira
Samskip styrkir Votlendissjóðinn

Samskip styrkja Votlendissjóðinn - 3.9.2018

Samskip taka þátt í og styrkja Votlendissjóðinn sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Að þessu markmiði vinnur sjóðurinn með því að gefa einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð með greiðslu fjárframlaga til sjóðsins, sem einkum verða nýtt til að fjármagna framkvæmdir við endurheimt votlendis. 

Lesa meira

Síðasta stóra skipið kemur í september - 16.8.2018

Þjónusta Samskipa við skemmtiferðaskip hefur gengið vel í sumar að sögn Guðmundar Arnars Óskarssonar, forstöðumanns flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, en hún sinnir skemmtiferðaskipunum.

Lesa meira

Sumarið er tíminn - 13.8.2018

Vísbendingar eru um að vætutíð sem plagað hefur hluta landsmanna í sumar hafi haft áhrif á vöruflutninga um landið. Starfsfólk Samskipa þekkir af reynslunni hvernig magn flutnings til og frá Reykjavík eykst gjarnan á sumrin. Eftirgrennslan nú leiðir í ljós að flutningur frá Reykjavík síðustu mánuði hefur verið meiri en á sama tíma í fyrra, á meðan flutningur til Reykjavíkur er heldur minni.

Lesa meira

Samskip hafa stutt Fiskidaginn frá upphafi - 9.8.2018

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík um komandi helgi. Líkt og áður styðja Samskip á margvíslegan máta við hátíðahöldin.

Lesa meira
Höfnin í Hull

Samskip í nýja höfn í Bretlandi - 5.7.2018

Fyrir dyrum stendur flutningur á viðkomustað Samskipa á Bretlandseyjum. Þann 16. júlí næstkomandi fara flutningar Samskipa um Hull í stað Immingham áður. 

Lesa meira
WOW cyclothon

Team Samskip sló persónulegt met í WOW cyclothon - 29.6.2018

Team Samskip, skipað 10 starfsmönnum Samskipa, kom í mark í WOW cyclothoninu á 40 klukkustundum og 29 mínútum og lentu þar með í 9. sæti af 77 liðum sem tóku þátt í keppninni. Þetta er stórkostlegur árangur en í fyrra lenti liðið í 19.-21. sæti og var þá kosið hástökkvari keppninnar.  

Lesa meira
Samskipamynd

Sjá smáskot fyrir sumarið - 12.6.2018

„Við höfum séð dálitla aukningu í innflutningi núna í byrjun sumars, þó svo að í heild sé rólegra yfir en á síðasta ári. Fyrirtækin virðast vera að taka inn fyrir sumarið,“ segir Gísli Kristjánsson, viðskiptastjóri innflutnings hjá Samskipum. 

Lesa meira

LNG skipin til Rotterdam - 6.6.2018

Flutningaskipið Mv Kvitnos fór sína fyrstu ferð með vörur á milli Rotterdam í Hollandi og hafna í Noregi í byrjun mánaðarins. Um er að ræða nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem skip í flota Samskipa sem gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) flytur vörur frá Rotterdam.

Lesa meira
Crown Princess

Þurfa að vera allsherjar reddarar í landi - 4.6.2018

Stöðugur vöxtur hefur verið í komum skemmtiferðaskipa til Íslands síðustu ár. Guðmundur Arnar Óskarsson, forstöðumaður flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, sem annast þjónustu við skemmtiferðaskip, segir að frá árinu 2013 hafi viðkomur skemmtiferðaskipa hér nálægt því þrefaldast, farið úr 235 í 620 á síðasta ári. „Og farþegum búið að fjölga úr 208 þúsund í 402 þúsund.“ Sem samsvarar ríflega 93% fjölgun ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum frá árinu 2013.

 

Lesa meira

Samskip óska sjómönnum til hamingju með daginn - 31.5.2018

Samskip fagna sjómannadeginum sem er næstkomandi sunnudag 3. júní og óska sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Um helgina fer fram Hátíð hafsins í Reykjavík, en þar eru Samskip á meðal aðalstyrktaraðila og leggja hátíðarhöldunum til margvíslegan stuðning.

Lesa meira

Í ár er áhersla á umhverfismál - 30.5.2018

Samskip styrkja árlega fjöldann allan af félögum. Undir eru íþróttafélög, líknarfélög og menningarfélög af öllu tagi. „Í ár hefur áhersla verið lögð á stuðning á ýmis umhverfismál. Í því sambandi má nefna að Samskip eru einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins, en hann hefur endurheimt votlendis að markmiði sínu og um leið bindingu kolefnis,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, en hún á jafnframt sæti í stjórn Votlendissjóðsins.

Lesa meira
Lífið er saltfiskur

Samskip styðja kynningu á íslenskum þorski - 28.5.2018

Meðal fjölmargra verkefna sem njóta stuðnings Samskipa er kynning Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi í Suður-Evrópu. Nýafstaðin er vel heppnuð kynning sem Bacalao de Islandia stóð fyrir í Bilbao á Spáni, en frá 23. apríl fram í aðra viku maímánaðar kynntu níu veitingastaðir á svæðinu íslenskan þorsk.

Lesa meira
Eyjafréttir

Styðja MAGMA og flytja grjót - 15.5.2018

Flutningur á varningi milli landa lendir ekki oft í fréttum og gengur enda alla jafna snurðulaust og eftir áætlun. Eyjafréttir.is í Vestmannaeyjum upplýstu hins vegar nýverið um einn skemmtilegan sem Samskip önnuðust, en hann endurspeglar líka sveigjanleika þjónustunnar hjá Samskipum og vilja fyrirtækisins og getu til að leggjast á árar með viðskiptavinum sínum til þess að bjarga málum.

Lesa meira
Samskip og ÍBV

Samskip og ÍBV í samstarf - 7.5.2018

Um helgina skrifuðu Samskip og ÍBV undir samstarfssamning til tveggja ára þar sem Samskip verður bakhjarl ÍBV. 

Lesa meira
Votlendissjóður

Samskip eru aðalstyrktaraðili nýja Votlendissjóðsins - 2.5.2018

Samskip eru aðalstyrktaraðili Votlendissjóðsins sem nú hefur verið stofnaður. Skrifað var undir samning um stofnun sjóðsins föstudaginn 6. apríl, en hann tók formlega til starfa eftir kynningarfund á Bessastöðum 30. apríl.

Lesa meira

Stórbættar tengingar við Pólland - 17.4.2018

Flutningsleiðir milli Íslands og Póllands hafa verið stórbættar með nýjum samstarfssamningum og nýrri siglingaleið í Eystrasalti. Með samningum við samstarfsaðila geta Samskip boðið nýja möguleika í Eystrasaltinu en ný siglingaleið fer til Klaipeda í Litháen, Gdynia í Póllandi og Osló í Noregi.

Lesa meira
Andrés

Samskip eru traustur stuðningsaðili Andrésar andar leikanna - 11.4.2018

Líkt og síðustu þrjá áratugi eða svo styrkja Samskip Andrésar andar leikana sem Skíðafélag Akureyrar stendur fyrir.

Lesa meira
Brussel

Mörg handtök á bak við þátttöku í Brussel - 10.4.2018

Sjávarútvegssýningin í Brussel sem fram fer ár hvert er ein af stærstu sýningum sinnar tegundar. Samskip taka enn á ný þátt í sýningunni á þessu ári, en hún fer fram 24. til 26. apríl næstkomandi.

Lesa meira
Samfélagsleg ábyrgð Samskipa

Samfélagsleg ábyrgð Samskipa - 26.3.2018

Samskip hafa markað sér stefnu í umhverfismálum og mannauðsmálum í samræmi við samfélagslega ábyrga starfshætti félagsins.

Lesa meira

Samskip styðja AFÉS 2018 - 21.3.2018

Að vanda styðja Samskip dyggilega við bakið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, en hún fer fram í 15. sinn um páskahelgina. Hátíðin hefur notið stuðnings Samskipa allt frá árinu 2011 en síðustu ár hefur fyrirtækið verið á einn aðalstyrktaraðila hátíðarinnar. Auk styrks í formi peningaframlags sjá Samskip um flutninga á tækjum og tólum fyrir hátíðina.

Lesa meira

Vinamargur með dellu fyrir veiðum og útivist - 20.3.2018

 

„Ég er fæddur í Svíþjóð, en var þar bara mjög skamma hríð,“ segir Gunnar Kvaran um sín fyrstu skref í þessum heimi, en hann er fæddur í janúar byrjun 1972, yngstur þriggja systkina. „Uppvöxturinn var svo í Mosfellssveit eins og hún hét þá,“ bætir hann við kíminn, eins og vísað sé til grárrar forneskju, en það var í ágúst 1987 sem Mosfellshreppur varð að Mosfellsbæ.

 

Lesa meira

Í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum - 7.3.2018

Samskip leggja sig fram um að gera hlutina vel, hvort heldur sem það snýr að þjónustu við viðskiptavini, aðbúnaði og öryggi starfsfólks, eða skyldum við samfélag og umhverfi. Til að mynda setur fyrirtækið  sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum og hefur náð markverðum árangri á mörgum sviðum.

Lesa meira

Fjölskyldumaður sem stundum grípur í gítar - 5.3.2018

Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa, er Garðbæingur af 1974 árgerð. Þar sleit hann barnsskónum og gekk í framhaldsskóla og fann eiginkonu sína þótt á þeim tíma hafi hún stigið út fyrir sveitarfélagið í annan framhaldsskóla. Nám og störf hafa svo leitt hann og fjölskylduna víða um land og út fyrir landsteinana líka. Áhugamálin eru fjölbreytt, en gítaráhugi hefur verið viðvarandi alla tíð.

 

 

Lesa meira

Börn úr Fellaskóla heimsækja Samskip - 26.2.2018

Samskip á Egilsstöðum fengu nýverið góða heimsókn frá krökkum úr öðrum bekk í Fellaskóla Fellabæ ásamt umsjónarkennara þeirra. 

Lesa meira
birna

Tilfærsla sem stuðlar að bættri þjónustu - 23.2.2018

„Við erum aðeins að breyta húsnæðisskipulaginu hjá okkur,“ segir Guðríður Birna Ragnarsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar Samskipa . Við erum að hefjast  handa við flutninga þar sem níu starfsmenn þjónustudeildar færa sig á milli hæða í höfuðstöðvum Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, af fyrstu hæð upp á þriðju. 

Lesa meira

Sæfari fer í slipp - 15.2.2018

Sæfari er á leið í slipp strax eftir páska í apríl og verður frá í minnst tvær vikur.

Lesa meira

Ferðir falla niður - 14.2.2018

Vegna veðurs falla ferðir niður til sunnanverðra Vestfjarða.

Lesa meira
Frostrósir

Erfiðleikar fátíðari en áður - 9.2.2018

Rysjótt tíð hefur fylgt lægðagangi síðustu daga og vikna og í stöku tilvikum haft áhrif á akstur Samskipa með vörur  vítt og breitt um landið. Áður fyrr var algengara að bílstjórar lentu í vandræðum vegna ófærðar. Úr því hefur dregið síðustu ár. Undirbúningur er betri og lokanir tíðari.

Lesa meira
Kristján Th. Friðriksson

Vel staðið að vinnuverndarmálum - 5.2.2018

Samskip ákváðu að taka öryggismál með áherslu á vinnuvernd föstum tökum og réðu til starfa Kristján Th. Friðriksson til að sinna nýju starfi vinnuverndarfulltrúa. Á fyrstu starfsdögum Kristjáns í ágúst síðastliðnum var hafið sértakt átaksverkefni í öryggismálum undir merkjum 4DX.  „Það var mjög ánægjulegt að hefja störf og koma beint inn í öryggisstríð þar sem áhersla alls fyrirtækisins var á öryggis- og vinnuverndarmál,“ segir hann.

Lesa meira

Vont veður hefur áhrif á ferðir í kvöld og á morgun - 1.2.2018

Vedur010218Við vekjum athygli á því að vont veður er á leiðinni yfir landið í nótt sem getur haft áhrif á ferðir í kvöld.
Lesa meira

Samskip taka höndum saman við DC til að auka vægi gámaflutninga í Brasilíu - 18.1.2018

Nýr samstarfssamningur Samskip Logistics og flutningafyrirtækisins DC Logistics Brasil um þjónustu á landsvísu í Brasilíu vegna vaxandi gámaflutninga í Brasilíu.

Lesa meira
Samskip Hoffell

Hoffell tefst í nokkra daga - 9.1.2018

Viðgerð á Hoffellinu sem liggur í höfn á Eskifirði tekur lengri tíma en áður var áætlað. Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að kalla þurfti eftir varahlutum sem almennt er ekki að finna um borð og koma þeir frá útlöndum. Því er ljóst að skipið leggur ekki úr höfn í þessari viku.

Lesa meira
Samskip Hoffell

Hoffellið í vanda - 8.1.2018

Um kl. 18.00 í gærkvöldi varð flutningaskipið Hoffell sem er í eigu Samskipa, vélarvana þegar það var statt fyrir mynni Reyðarfjarðar. Skipið var að koma frá Reyðarfirði á leið sinni til Rotterdam þegar það missti vélarafl á aðalvél skipsins. Ljósavélar skipsins voru virkar.

Lesa meira
Nýir framkvæmdastjórar

Breytingar í framkvæmdastjórn Samskipa - 2.1.2018

Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.

Lesa meira