Fréttir

Samskip ráða Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samsteypunnar í Evrópu til að leiða breytingar í þágu viðskiptavina - 11.7.2019

Samskip hafa ráðið Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samsteypu Samskipa en hlutverk hans verður að hrinda af stað verkefnum sem ætlað er að auka vöxt fyrirtækisins með því að mæta betur markmiðum viðskiptavina þess

Lesa meira

Heimsmeistarar í siglingu á sólarrafhlöðubátum - 9.7.2019

Við sögðum ykkur nýverið frá liði háskólanema frá Delft sem tóku þátt í siglingakeppni á bátum sem eru knúnir sólarorku. Nú um helgina gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina og eru því heimsmeistarar í siglingu á opnu hafi á sólarrafhlöðubát.

Lesa meira

Team Samskip er lagt af stað hjólandi - 26.6.2019

Team Samskip er lagt af stað í WOW cyclothon - stærstu hjólakeppni landsins. Hjólað verður hringinn í kringum landið 26. - 28. júní og að þessu sinni verður safnað fyrir Reykjadal en​ Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Lesa meira

Nýir hitastýrðir gámar á leiðinni - 25.6.2019

Samskip hafa fjárfest í nýjum hitastýrðum gámum sem eru á leiðinni til landsins. Þetta er einn liður í undirbúningnum fyrir makrílvertíðina. 

Lesa meira

Samskip styðja við smíði báts með sólarsellu - 25.6.2019

Samskip og Háskólinn í Delft (Delft University of Technology) hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning við keppnislið nemenda í smíði báts með sólarsellu. Keppnin gengur út á hver smíðar hraðskreiðasta sólarsellubátinn.

Lesa meira

Tveir nýir bílar bætast í flotann - 15.6.2019

Við tókum við við 2 nýjum Bens bílum í vikunni hjá bílaumboðinu Öskju en um er að ræða Bens Sprinter og Bens Atego.

Lesa meira

Ara­grúi nýrra og spenn­andi tæki­færa - 13.6.2019

Stærsta sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing heims, Sea­food Global, fór fram í Brus­sel í síðasta mánuði. Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja var sam­an­kom­inn í Belg­íu, en ríf­lega 30 þúsund gest­ir víðsveg­ar að úr heim­in­um sóttu sýn­ing­una. 200 mílur tóku viðtal við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, markaðsstjóra Samskipa, af því tilefni.

Lesa meira

Samstarfssamningur um rekstur flutningamiðstöðvarinnar í Borgarnesi - 4.6.2019

Samskip hafa gengið frá samstarfssamningi við Júlla Jóns ehf um rekstur flutningamiðstöðvar í Borgarnesi og þjónustu við viðskiptavini Samskipa á akstursleiðinni Reykjavík - Borgarfjörður. 

Lesa meira

Samskip stuðla að framþróun í vetnisefnarafalstækni - 2.5.2019

Almenningur á Íslandi hefur síðustu 16 árin haft tækifæri til að kynnast vetnistækninni í ökutækjum með efnarafalstækni en í apríl 2003 opnaði fyrsta vetnisstöðin í heiminum á Íslandi, nánar tiltekið á Vesturlandsvegi hjá Skeljungi. 

Lesa meira

Starfsstöðvar lokaðar 1. maí - 30.4.2019

Við höfum ákveðið að gefa eins mörgum starfsmönnum frí eins og hægt er á 1. maí.

Lesa meira

Breytingar á rekstri starfsstöðvar Samskipa á Ísafirði - 26.4.2019

 Samskip hafa samið við Glanna ehf. um að taka við rekstri starfsstöðvar Samskipa á Ísafirði. „Glanna þekkjum við vel hjá Samskipum en fyrirtækið og eigendur þess, Bjarni Gunnarsson og Agnar Sigurðsson, hafa verið samstarfsaðilar okkar í rúm 20 ár og annast akstur á milli höfuðborgarinnar og Vestfjarða" segir Gísli Arnarson framkvæmdastjóri hjá Samskipum. 


Lesa meira

Samskip eru traustur stuðningsaðili Andrésar andar leikanna - 24.4.2019

Líkt og síðustu þrjá áratugi eða svo styrkja Samskip Andrésar andar leikana sem Skíðafélag Akureyrar stendur fyrir.

Lesa meira

Dreifing um páskana - 15.4.2019

Nú styttist í páskagleðina en akstur verður með hefðbundnum hætti næstu vikur hjá okkur með örlitlum breytingum.  Okkur er mikið í mun að þínar sendingar skili sér á tíma en til þess að það geti gerst þurfum við að hjálpast að. 
Bíll Samskipa á ferðinni

Lesa meira
Þorkell Kristinsson

„Ég hef fengið mörg skemmtileg tækifæri hjá Samskipum“ - 12.4.2019

Þorkell Kristinsson viðskiptastjóri hjá útflutningsdeild Samskipa hóf ferilinn í gámaþvotti þegar hann var í menntaskóla. Í dag hefur hann lokið BSc í viðskipafræði frá Háskólanum í Reykjavík og Meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.

Lesa meira

Samskip mikilvægur samstarfsaðili fyrirtækja með umhverfisstefnu - 1.4.2019

 

Samskip hafa markað skýra stefnu í umhverfismálum, ekki aðeins í samræmi við samfélagslega ábyrga starfshætti félagsins heldur gengur viðskiptamódel félagsins enn lengra en kröfur samfélagsins gera.

 

Lesa meira
12_vef

HB Grandi og Norðanfiskur stíga vistvæn skref með Íslenska gámafélaginu og Samskipum - 28.3.2019

Í dag undirrituðu þessi fyrirtæki yfirlýsingu um endurvinnslu og útflutning frauðplasts.

Lesa meira

Virkt eftirlit með notkun persónuhlífa - 25.3.2019

Í byrjun ársins var farið af stað með eftirlit með notkun persónuhlífa á starfsstöðvum Samskipa í Kjalarvogi. Aðra hverja viku fara aðilar úr öryggisnefnd fyrirtækisins í eftirlitsferðir um vöruhús og gámavöll og fylgjast með að allir fari eftir settum reglum um notkun persónuhlífa.

Lesa meira

Verkefni Samskipa um sjálfbær flutningaskip kynnt á sjávarútvegsráðstefnu - 18.3.2019

Stærsta sjávarútvegsráðstefna á sviði sjávarútvegs, North Atlantic Seafood Forum (NASF), var haldin 5. – 7. mars í Bergen en í ár er Ísland gestaþjóð á ráðstefnunni.

Lesa meira

Drögum úr matarsóun í mötuneyti Samskipa - 27.2.2019

Undanfarið ár hefur Máni Eskur og starfsfólk hans í mötuneytinu unnið að verkefni sem snýst um að draga úr matarsóun. Um að ræða vitunarvakningu sem snýr að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum og er í samræmi við stefnu félagsins í þeim málaflokkum. 

Lesa meira

Markverður árangur í öryggisátaki Samskipa - 24.2.2019

Í sérstöku vinnuverndarátaki hefur Samskipum tekist að draga úr tjóni á ökutækjum um 77 prósent miðað við stöðuna árið 2017. Farið var af stað með verkefnið á síðasta ári og markið sett á 50 prósenta fækkun og árangurinn því fram úr vonum.

Lesa meira
Bíldudalur

Breytingar Samskipa gefið góða raun - 19.2.2019

Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. 

Lesa meira
Ottó Sigurðsson

Innflutningur er púlsmælir hagkerfisins - 8.2.2019

Ottó Sigurðsson sneri aftur til Samskipa síðasta haust þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra innflutningssviðs. Hann keppti á tímabili sem atvinnumaður í golfi en segir forgjöfina stíga hægt upp á við.

Lesa meira

Samskip gefa tölvur til Sierra Leone - 30.1.2019

Fyrr í þessum mánuði sendum við 36 notaðar en yfirfarnar borðtölvur, 17 fartölvur og 12 skjái ásamt lyklaborðum til Sierra Leone. Velgjörðarsjóðurinn Aurora Foundation hafði milligöngu um gjöfina.

Lesa meira

Viðtal við Hentzia Andreasen í Lágabö - 10.1.2019

Hentzia Andreasen í Lágabö, verkstjóri á pallinum, hefur starfað hjá okkur tíu ár en pallurinn er vörumóttaka og afgreiðsla fyrir innanlandsdeild Samskipa. Við tókum hana tali til að fræðast um verkefni hennar fólks og til að kynnast Hentziu betur. Hún er mörgum starfsmönnum kunnug enda býður hún vöffluveislu í hverjum mánuði niðri á palli.

Lesa meira

Endurnýjun á samstarfssamningi Samskipa við HSÍ - 8.1.2019

Samskip og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samskip hafa undanfarin ár verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að endurnýja samstarfssamning sinn við Samskip. Vörumerki Samskipa verður áfram áberandi á baki landsliðstreyjunnar eins og undanfarin ár enda orðin þekkt tenging milli HSÍ og Samskipa.

 

Lesa meira

Vaktavinna tekin upp á hafnarsvæði í Reykjavík - 7.1.2019

Þann 6. janúar síðastliðinn urðu þær breytingar á vinnufyrirkomulagi á hafnarsvæði að teknar voru upp vaktir. Unnið verður á tvískiptum vöktum við losun og lestun áætlunarskipa. 

 

Lesa meira
Bíldudalur

Stórframkvæmdir í Bíldudalshöfn - 3.1.2019

RÚV fjallaði nýverið um þá uppbyggingu sem á sér stað á Bíldudal og þá möguleika sem opnast með nýrri siglingaleið Samskipa. 

Lesa meira