Ara­grúi nýrra og spenn­andi tæki­færa

Stærsta sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing heims, Sea­food Global, fór fram í Brus­sel í síðasta mánuði. Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja var sam­an­kom­inn í Belg­íu, en ríf­lega 30 þúsund gest­ir víðsveg­ar að úr heim­in­um sóttu sýn­ing­una. 200 mílur tóku viðtal við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, markaðsstjóra Samskipa, af því tilefni.

Stærsta sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing heims, Sea­food Global, fór fram í Brus­sel í síðasta mánuði. Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja var sam­an­kom­inn í Belg­íu, en ríf­lega 30 þúsund gest­ir víðsveg­ar að úr heim­in­um sóttu sýn­ing­una.

Þór­unn Inga Ingj­alds­dótt­ir, markaðsstjóri Sam­skipa, var ein fjöl­margra Íslend­inga á svæðinu en hún var að sækja sína fyrstu sjáv­ar­út­vegs­sýn­ingu. Að henn­ar sögn er mik­il upp­lif­un að taka þátt í sýn­ingu sem þess­ari.

„Þegar maður kem­ur í fyrsta skipti á svona sýn­ingu kynn­ist maður geir­an­um mjög vel og það er ótrú­lega skemmti­legt. Maður sér bæði ís­lensku viðskipta­vini okk­ar og hvernig þeir koma sín­um vör­um á fram­færi og þann metnað sem þeir hafa. Maður sér einnig sam­keppn­ina og kynn­ist öðru sem er í gangi. Það var líka mjög áhuga­vert að sjá hvað það er mik­il þróun í gangi í fisk­vinnslu­vél­um og mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir þeim geira al­mennt.“

Vett­vang­ur til góðra verka

Spurð um mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs­sýn­inga fyr­ir fjölþátta flutn­inga­fyr­ir­tæki á borð við Sam­skip seg­ir Þór­unn Inga það vera mikið. Þá sé sýn­ing­in góður vett­vang­ur til að styrkja tengsl við nú­ver­andi viðskipta­vini auk þess að leita uppi ný tæki­færi.

„Sam­skip fara fyrst og fremst á þessa sýn­ingu til að hitta nú­ver­andi viðskipta­vini og finna ný tæki­færi. Við vor­um 37 sem unn­um á básn­um hjá Sam­skip­um og kom­um alls staðar að úr heim­in­um. Í sum­um til­fell­um erum við að reyna að auka þjón­ustu okk­ar og viðskipti en það er jafn­framt mik­ill straum­ur fólks á bás­inn sem er að skoða hvað við get­um gert fyr­ir þau,“ seg­ir Þór­unn Inga og bæt­ir við að mikið hafi verið lagt upp úr því að hafa bás fyr­ir­tæk­is­ins á sýn­ing­unni sem best­an. Þess utan hafi áhersla verið lögð á að vera með starfs­fólk með sérþekk­ingu á hinum ýmsu sviðum.