Ferðaþjónusta Samskipa

Þótt Samskip verði seint talin í hópi fyrirtækja í ferðaþjónustu er nokkuð um að erlendir ferðamenn, sem sækja landið heim, leiti eftir þjónustu félagsins.

Í flestum tilvikum er um að ræða ferðamenn sem dvelja hérlendis í nokkurn tíma og kjósa að flytja eigið farartæki með sér og þar erum við á heimavelli.

 

Þjónusta Samskipa er þó ekki bundin við flutning ökutækja,  bíla, húsbíla eða mótorhjóla til og frá landinu. Töluverð umsýsla fylgir tímabundnum innflutningi farartækja til landsins sem starfsmenn okkar sjá um. Allir pappírar og leyfi liggja því fyrir þegar ferðalangarnir koma til okkar fullir eftirvæntingar eftir því að kynnast bæði landi og þjóð.

 

Starfsfólkið í þjónustudeildinni kann vel að meta þessa viðskiptavini sem í upphafi ferðar eiga það til að deila ferðaáætlun sinni með starfsfólkinu og jafnvel spyrja það ráða. Oft er ferðasagan sögð, jafnvel með smá myndasýningu, þegar ferðafólkið kemur aftur með bílana til útflutnings.

 

Nokkuð er um að ferðamenn leiti beint til Samskipa eftir þessari þjónustu, en algengara er að það sé gert með milligöngu erlendra ferðaskrifstofa.