FrigoCare hefur fengið endurnýjun á gæðastöðlum og vottunum

FrigoCare, frystigeymsla Samskipa í Rotterdam, hefur fengið endurnýjun á þeim sjö gæðastöðlum sem uppfylla þarf til að geta meðhöndlað og geymt matvæli ásamt því að fjórar skráningar hjá Evrópusambandinu hafa verið vottaðar og endurnýjaðar.

Að þessari vinnu lokinni hefur FrigoCare staðist eftirfarandi:

  • BRC & IFS vottun á hæsta stigi; staðlar sem fyrirtæki, sem dreifa matvælum til smásala, þurfa að hafa.
  • MSC og ASC vottun á hæsta stigi; tryggir smásölum, veitingastöðum, fiskmörkuðum og neytendum að afurðir standist staðla um sjálfbærni, ábyrgar veiðar og eldi.
  • US FDA skráning framlengd og vottuð; skráning og vottun á aðstöðu fyrir matvæli til að vernda Bandaríkin fyrir ógnunum og hryðjuverkaárásum á fæðuframboð.
  • Landamæraeftirlit vottað af Evrópuráðinu með 10 í einkunn; Tíu úttektaraðilar á vegum Evrópuráðsins hafa tekið út aðstöðu FrigoCare til landamæraeftirlits.
  • Ministry of Infrastructure and Environment Inspection, vottun með 10 í einkunn; tæknileg innleiðing skoðuð og vottuð.
  • Annað: AEO vottun fyrir Japan og Bandaríkin, BIO SKAL, NVWA fyrir landamæraeftirlit hjá Evrópusambandinu, frystigeymsla samþykkt af Evrópusambandinu, Category 3 material and B-level viðurkennt fyrir endurpökkun.

FrigoCare mun halda áfram að viðhalda gæðastöðlum til að tryggja bestu mögulegu þjónustu til viðskiptavina okkar og jafnframt rekjanleika afurðanna til endanlegra neytenda.