Fréttir
  • Samskip og Iceland Seafood undirrita samning

Endurnýjaður samningur við Iceland Seafood

9.5.2016

Iceland Seafood hefur endurnýjað samning sinn við Samskip um áframhaldandi flutninga á afurðum félagsins til kaupenda erlendis.

Samningurinn tekur til áframhaldandi útflutnings á ferskum fiski, frosnum sjávarafurðum og saltfiski en Iceland Seafood hefur verið stærsti viðskiptavinur Samskipa í útflutningi sjávarafurða síðustu árin.

 Samskip hafa að undanförnu bætt aðstöðu fyrir fiskútflytjendur verulega með nýju og rúmgóðu athafnasvæði fyrir ferskan fisk og nýrri kæligeymslu fyrir saltfisk, auk þess sem félagið festi nýverið kaup á 200 fullkomnum kæli- og frystigámum.


Á mynd eru Gunnar Kvaran. Bjarni Benediktsson og Reynir Jónsson​


Til baka í fréttir