Fréttir

Börn úr Fellaskóla heimsækja Samskip

26.2.2018

Samskip á Egilsstöðum fengu nýverið góða heimsókn frá krökkum úr öðrum bekk í Fellaskóla Fellabæ ásamt umsjónarkennara þeirra. 

Börnin fengu fræðslu um starfsemi Samskipa. Þau stoppuðu í drykklanga stund og fengu að máta sig við tækin. 

Það var mikil ánægja með heimsóknina og fóru börnin glöð í bragði eftir að hafa þakkað vel fyrir sig. 


Til baka í fréttir