Fréttir
  • Samskip og ÍBV

Samskip og ÍBV í samstarf

7.5.2018

Um helgina skrifuðu Samskip og ÍBV undir samstarfssamning til tveggja ára þar sem Samskip verður bakhjarl ÍBV. 

Það var Leifur Jóhannsson okkar maður í Eyjum sem skrifaði undir fyrir hönd Samskipa og þau Sunna Sigurjónsdóttur framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍBV og Páll Þorvaldur Hjarðar formaður knattspyrnudeildar ÍBV fyrir hönd ÍBV. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar við það tækifæri.

Merki Samskipa verður sýnilegt á búningum liðsmanna ÍBV sem og á skiltum á Hásteinsvelli og fánum sem blakta munu við hún á leikjum ÍBV.

Saman náum við árangri – Samskip og ÍBV !

31947341_1878545935523777_335854755941187584_o


Til baka í fréttir