Vont veður hefur áhrif á ferðir í kvöld og á morgun

Vedur010218Við vekjum athygli á því að vont veður er á leiðinni yfir landið í nótt sem getur haft áhrif á ferðir í kvöld.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir norðurland vestra og gula viðvörun fyrir Norðurland eystra, norðurland vestra, suðurland og höfuðborgarsvæðið.

Von er á snjókomu til að byrja með sem breytist í slyddu og svo rigningu. Vindstrengir verða á fjallvegum og heiðum í nótt.
Ákeðið var að flýta ferðum til og frá Austurlandi og er brottför frá Reykjavík og Egilstöðum kl 15 í dag.
Ákveðið var að flýta ferðum til og frá Norðurlandi og er áætluð brottför frá Reykjavík og Akureyri kl 16 í dag.
Þar sem veðuraðstæður geta breyst hratt gæti þetta haft áhrif á ferðir og að tafir verið á afhendingu á vörum og þá sér í lagi í Reykjavík.