• Samskip_Bruin_Final

Styrkir

Samskip taka samfélagslega ábyrgð og sýna það í verki með margvíslegum hætti. Flutningafyrirtæki eru einn af máttarstólpum samfélagsins og gegna þýðingarmiklu hlutverki.

Samskip huga að mörgum þáttum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð, s.s. umhverfismálum, vinnuvernd og öryggismálum, orkumálum, mannauðsmálum auk sjálfbærni og hafa markað sér stefnu í þeim málaflokkum og fylgja henni fast eftir þannig að fléttist saman við starfshætti félagsins.

Samskip leggja margvíslegum málefnum lið á ári hverju, bæði góðgerðarmálum, menningarmálum og styrkja íþróttastarf á landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja fjölbreytta starfsemi er tengist landsbyggðinni. Við erum auk þess þátttakandi í ýmsum félagasamtökum er tengjast atvinnugreininni og leggja sitt af mörkum til að auka veg og virðingu hennar.

Þeir sem óska eftir auglýsingum og styrkjum, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið styrkir@samskip.com

Hér má sjá nokkra sem fengið hafa styrki frá Samskipum

 

Samskip eru einn af aðal styrktaraðilum handboltalandsliðanna og hafa verið það um árabil. 

 

Samskip eru þátttakendur í Eurorap verkefninu þar sem vegir landsins eru metnir með tilliti til öryggis fyrir vegfarendur og niðurstöður notaðar til að þrýsta á um úrbætur. 

 

Samskip hafa um árabil styrkt Andrésar Andar leikana á Akureyri en þar hafa margir efnilegir skíðamenn „runnið sinn fyrsta metra“. 

 

Samskip styrkja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin er árlega á Ísafirði um páskana.