Bílar

Með vel útbúnum flutningabílum getur innanlandsdeild Samskipa tryggt viðskiptavinum sínum skjóta og örugga afhendingu á vörum hvert á land sem er.

Bílafloti innanlandsdeildar samanstendur af sendibílum, dráttarbílum og flutningabílum ásamt fjölda aftanívagna af mörgum stærðum og gerðum.

Heildarfjöldi bíla félagsins er um 70 talsins og keyra þeir árlega um 4,5 milljónir km. samtals.

Á síðasta ári fékk innanlandsdeild Samskipa afhentar tíu nýjar Mercedes-Benz Actros dráttarbifreiðar fyrir vöruflutningavagna.  Bifreiðar að þessu tagi auka rekstrarhagkvæmni og aðbúnað ökumanna enda vandaðir, vel útbúnir bílar með mikla flutningsgetu og hafa þeir reynst félaginu afar vel og lágmarka útblástursmengun þar sem þeir eru með nýjustu gerð af Euro 6 vélum.

Öryggishandbók er í öllum bílum fyrirtækisins sem gefin var út í samstarfi flutningafyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu, þar er farið yfir öryggismál og þá þjónustu sem við erum að veita.