VGM

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) gerir þær kröfur, að sendendur farms tilgreini brúttóþyngd gáma áður en þeim er skipað um borð. Þetta er gert til auka bæði öryggi skips og farms, starfsmanna við lestun og uppskipun og almennt öryggi á hafi úti.

Kröfurnar byggja á alþjóðlegri samþykkt um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS), sem Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur staðfest og tekin verður upp í landslögum allra ríkja heims.

Hvað er staðfest heildarþyngd gáms?

Brúttóþyngd innihaldsins að viðbættum eigin þunga gámsins er kölluð staðfest heildarþyngd gáms (VGM). Hún er fundinn með því að:

  • Farmsendandinn vigtar gáminn með innihaldi eftir að hleðslu er lokið þegar gámur hefur verið innsiglaður, og notar við það kvarðaða og löggilta vog.
  • Farmsendandinn notar kvarðaða og löggilta vog til að vigta allt innihald gámsins, þar með talið (án þess að takmarkast við) farm, bretti, umbúðir og sjóbúnað. Við þá þyngd bætist síðan eigin þyngd gámsins.

Hvenær er gerð krafa um að staðfest heildarþyngd gáms sé tilgreind?

Það er ávallt gerð krafa um það. Gámi verður ekki skipað um borð í skip nema farmflytjanda og útskipunarhöfn eða fulltrúa hans, hafi verið tilkynnt um staðfesta heildarþyngd (VGM) gámsins með nægilegum fyrirvara.

Hver ber ábyrgð á því að tilkynna sannprófaða heildarþyngd?

Sendandi farms ber ávallt ábyrgð á því að sannprófa heildarþyngd gáma og skrá hana, óháð því hver flutningsaðilinn er.

Hvað gerist ef sendendur farms tilgreini ekki brúttóþyngd gáma?

  • Ef sendendur skila ekki brúttóþyngd gáma þá rukkast gjald uppá 11.194 kr.  
  • Ef sendendur skila ekki brúttóþyngd lausavöru þá rukkast gjald uppá 1.150 kr. pr pall. 

Skila þarf VGM (Verified Gross Mass) í seinasta lagi á miðvikudögum fyrir kl. 06:00. Þetta á við um sendingar frá Reykjavík sem eru bókaðar með Helgafelli og Arnarfelli.

Skila þarf VGM (Verified Gross Mass) í seinasta lagi á miðvikudögum fyrir kl. 06:00. Þetta á við um sendingar sem frá Reykajvík sem eru bókaðar með Skaftafelli og Hoffelli.

Á þjónustuvef Samskipa er mögulegt á einfaldan máta að skrá inn VGM þyngd (Verified Gross Mass) á sjóflutningsbókun, hvort sem er í yfirliti eða í stakri bókun. Ef upplýsingar um VGM hafa ekki borist, þá birtist athugasemd við sendingu. Eyðublað vegna VGM má nálgast hér

Þegar smellt er á aðgerðarhnapp við bókun þá birtist möguleiki um að „Skrá VGM“ og við það opnast sér gluggi fyrir skráningu.

Þegar um er að ræða FCL bókanir þá er þyngd á gámum skráð inn, ásamt undirskrift og númeri vigtarseðils.

Þegar um er að ræða LCL bókanir þá er krafist minni skráningar en fyrir FCL, en ávallt þarf að skrá inn heildarþyngd, undirskrift og númer vigtarseðils.

Þegar farið er inn í staka bókun er einnig möguleiki að skrá inn VGM þyngd. Með því að smella á „Skrá VGM“ opnast sömu gluggar og inn í bókun.

Ef þig vantar frekari upplýsingar þá endilega hafðu samband við okkur í netspjalli eða við þinn tengilið hjá Samskipum.