Hver er ávinningurinn?

Helsti ávinningur viðskiptavina af hýsingu hjá Samskipum er minni fjárbinding, þar sem viðskiptavinir greiða einungis fyrir notað pláss og þjónustu í stað fasts kostnaðar við eigið húsnæði og annað sem því fylgir.

Kostnaður er því í samræmi við umfang starfseminnar á hverjum tíma. Árstíðabundnar sveiflur eru þekktar í mörgum atvinnugreinum og þá þarf ekki að greiða fyrir ónýtt rými þess á milli.

Allar vörur sem fara í gegnum vörumiðstöðina fá strikamerki og eru skannaðar inn í húsið. Strikamerkin auðvelda rekjanleika vörunnar og tryggja áreiðanleika í birgðahaldi og lágmarkar rýrnun.

Öflugt upplýsingakerfi gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með stöðu á birgðum í rauntíma og senda rafrænar pantanir til vörumiðstöðvarinnar.