Rafrænir reikningar

Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um móttöku reikninga og sækja um að komast í reikningsviðskipti.

Samskip hf. og Samskip innanlands taka eingöngu á móti reikningum á rafrænu formi í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.

Hér er hægt að kynna sér þær rafrænu leiðir sem eru í boði og hvernig viðskiptavinir geta skráð sig í rafræna þjónustu. Viðskiptavinir Samskipa hf. og Samskipa innanlands geta sótt um að komast í reikningsviðskipti hjá okkur á einfaldan hátt.

Vinsamlegast kynnið ykkur umsóknarferlið sem er hér fyrir neðan eftir því hvort um einstakling eða fyrirtæki er að ræða.

Umsókn um reikningsviðskipti

Hér getur þú sótt um að komast í reikningsviðskipti hjá Samskipum, fyrir hönd þíns fyrirtækis.
Farið verður yfir umsóknirnar af Samskipum og heimild til reikningsviðskipta veitt verði umsóknin samþykkt.

Athugið að einungis prókúruhafa er heimilt að sækja um reikningsviðskipti hjá Samskipum.

Samskip hf.

Umsókn fyrirtækis

Samskip hf. sjá um sjóflutninga til og frá landinu fyrir inn- og útflutning og reka vöruhúsaþjónustu Samskipa.
Vinsamlegast smelltu hér til að sækja um reikningsviðskipti hjá Samskipum hf.

Samskip Innanlands (akstur)

Einstaklingar:

Samskip innanlands sjá um flutninga á Íslandi milli landshluta bæði á landi og sjó eftir þörfum.
Vinsamlegast smelltu hér til að sækja um reikningsviðskipti einstaklings hjá Samskipum Innanlands.

Samskip Innanlands (fyrirtæki)

Fyrirtæki:

Samskip innanlands sjá um flutninga á Íslandi milli landshluta bæði á landi og sjó eftir þörfum.
Vinsamlegast smelltu hér til að sækja um reikningsviðskipti fyrirtækis hjá Samskipum Innanlands.

Móttaka reikninga

Af hverju rafrænir reikningar?

  • Það er ódýrara fyrir birgja að senda rafrænan reikning en pappírsreikning
  • Það er einfaldara fyrir birgja að senda rafrænan reikning en að senda pappírsreikning
  • Reikningur skilar sér fyrr og misferst ekki
  • Síðast en ekki síst hefur það jákvæð áhrif á umhverfið!

Hvernig fara
birgjar að?

Þeir sem eru með rafrænt bókhaldskerfi geta á einfaldan hátt sent rafræna reikninga á XML formi og óskar Samskip eftir að birgjar komi þeirri tengingu á.
Þeir sem eru ekki með rafrænt bókhaldskerfi geta sent reikning á XML formi í gegnum vefsíðu InExchange. Sjá nánar á síðu http://www.inexchange.is/IS/

Samskip hf.
reikningar:

Þeir sem ekki hafa tök á ofangreindu geta enn sem komið er sent reikninga á PDF formi á e-invoices-1000@samskip.com.

Samskip innanlands ehf.
reikningar:

Samskip innanlands taka á móti reikningum á PDF formi á e-invoices-1300@samskip.com

Stafræn þjónusta

Samskip býður upp á fjölbreytt úrval af stafrænni þjónustu og lausna fyrir viðskiptavini. Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar ef þú hefur áhuga á að nýta þér lausnir okkar.

Þjónustuvefur Samskipa

á þjónustuvef Samskipa geta viðskiptavinir bókað sendingar, bætt við gögnum og fylgst með stöðu sendinga.

Myndbönd og leiðbeiningar

ýmsar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir þjónustuvefinn.

API, XML, og EDI tengingar

Samskip bjóða upp á ýmsa tengimöguleika við okkar kerfi til hagsmuna fyrir viðskiptavini.

Hafðu samband

starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að aðstoða viðskiptavini.