Félagið er eitt af stærri flutningafyrirtækjum í Evrópu með um 668 milljónir evra í veltu á ári og starfsstöðvar í 24 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. Starfsmenn eru um 1.500 talsins um allan heim. Höfuðstöðvar Samskipa eru í Hollandi og frá stofnun þess á Íslandi árið 1991 hefur það stækkað hratt, bæði vegna innri vaxtar og kaupa á öðrum félögum. Meginstarfsemi félagsins byggir á gámaflutningum í Evrópu, flutningum á Norður-Atlantshafi, hitastýrðum flutningum um allan heim ásamt flutningsmiðlun og stórflutningum í Evrópu.
Um okkur
Saman náum við árangri
Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi.
Vinnustaðurinn
Samskip eru kraftmikill og líflegur vinnustaður. Hjá Samskipum á Íslandi starfa um 500 starfsmenn í fjölbreyttum störfum.
Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti og við berum virðingu fyrir störfum hvers annars. Það er okkur mikilvægt að búnaður á starfsstöðvum okkar sé til fyrirmyndar. Lögð er áhersla á að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, fræðslu og starfsþróun.
Tölfræði um starfsemina
- 650000 Fluttir gámar (TEUs) á ári
- 790 milljón Velta í Evrópu árið 2023
- 87+ Ferðir með lestum á viku
- 50+ Siglingar á viku
- 30+ Fljótabátaferðir á viku
- 126650 m2 lestarteinar lagðir
- 20000 Gámar (þ.mt fleti og frystigámar)
- 31 Skrifstofur í 20 löndum
- 460+ Flutningabílar og vagnar
- 17 Gámaskip
- 5 Skip sem ganga fyrir 100% lífeldsneyti
- 1700 Starfsmenn um allan heim
Samskip og samfélagið
Samskip taka samfélagslega ábyrgð og sýna það í verki með virkri þátttöku í samfélaginu. Flutningafyrirtæki eru einn af máttarstólpum samfélagsins og gegna þýðingarmiklu hlutverki.
Hugað er að mörgum þáttum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð, s.s. umhverfismálum, vinnuvernd og öryggismálum, orkumálum, mannauðsmálum auk sjálfbærni.