Spurt og svarað
Hér fyrir neðan eru nokkrar af helstu spurningum og svörum sem gott er að lesa nánar um varðandi búslóðafluttninga hjá okkur. Ef þig vantar nánari upplýsingar erum við tilbúin til að aðstoða á netfanginu buslodir@samskip.com eða í síma 458 8000.
Við byrjum á því að gefa viðskiptavinum tilboð í flutninginn en til þess þarf að fylla út tilboðsbeiðni á vefnum okkar. Vert er að benda á að ef flytja á búslóðina á brettum (lausavara, en ekki heill gámur) þarf þá að gefa upp rúmmetrafjölda í beiðninni þar sem tilboðin eru gefin eftir rúmmetrum.
Hér á vefnum er að finna búslóðareikni sem getur hjálpað til við að gefa þér hugmynd um stærð búslóðarinnar. Einnig getur verið gott að miða við 2 rúmmetra á hvert (euro) bretti (0,8*1,2*2).
FCL er skammstöfun fyrir Full Container Load. Á íslensku er talað um heilgámasendingu og miðar þá við að búslóðin fari í 20ft eða 40ft gám.
LCL er skammstöfun á Less Than Container Load. Á íslensku er talað um lausavörusendingu og miðar þá við að búslóðin sé stöfluð á bretti. Búslóðin tekur þá einungis hluta af gámi.
Bílar með aftanívögnum (sideloaders) eru notaðir hér á Íslandi til þess að setja gámana niður á jörðina. Slíkir bílar eru sjaldgæfir erlendis og þess vegna þarf að borga sérstaklega fyrir þá þjónustu. Einnig er hægt að fá lengri tíma til þess að losa/hlaða gáminn en þá er algengast að hver klukkustund kosti aukalega.
Fáðu nánari upplýsingar hjá þjónustudeild Samskipa varðandi verð og tíma sem þú hefur erlendis til þess að losa/hlaða gáminn.
Einungis má vera ein búslóð skráð í heilgámaflutningum (FCL) til og frá landinu.
Já, Samskip geta haft milligöngu um tryggingar búslóða og búslóðabíla hjá Sjóvá. Skylda er að búslóðin sé tryggð í flutningi hvort sem Samskip hafa milligöngu um tryggingar eða ekki.
Ef Samskip sjá um tryggingar þá er iðgjald 0,75% af heildarverðmæti búslóðarinnar, lágmark ISK 3.000 og er sjálfsábyrgðin ISK 25.000.
Ef Samskip hafa milligöngu um tryggingu á búslóðinni þá skaltu vinsamlegast fylla út flutningstjónabeiðni inn á sjova.is. Starfsmaður frá Sjóvá hefur samband við tjónþola varðandi næstu skref.
Það er mismunandi eftir löndum, en alltaf þarf að fylla út innihaldslista. Útfylling á tollskýrslu í viðkomandi landi fer eftir reglum á áfangastað. Fáðu nánari upplýsingar hjá þjónustufulltrúa Samskipa um hvað þarf að fylla út.
Búslóðin ætti að vera tollfrjáls ef viðkomandi hefur haft fasta búsetu í landi sem er flutt úr í a.m.k. 12 mánuði fyrir búferlaflutning. Ef búslóðarmunir eru nýir, þá verður að tollafgreiða þá sérstaklega og geta Jónar Transport aðstoðað viðskiptavini við það.
Ekki er leyfilegt að flytja aðra hluti í bílnum en þá sem tilheyra bifreiðinni. Þar af leiðandi er ekki heimilt að setja búslóðina í bifreið sem Samskip flytja.
Ef um flutning frá Íslandi er að ræða greiðist flutningurinn áður en skipið fer frá landi. Ef greiðsla hefur ekki borist fer búslóðin ekki með skipinu.
Ef um flutning til Íslands er að ræða greiðast flutningsgjöld áður en búslóðin er afhent.
Já, hægt er að gera raðgreiðslusamning í gegnum Valitor. Nauðsynlegt er að vera með íslenskt kreditkort og þarf sá hinn sami og tekur kortalánið að skrifa sjálfur undir samninginn í þjónustudeild Samskipa. Nánari upplýsingar varðandi kortalán veitir Valitor.
Aðrir greiðslumöguleikar eru millifærsla á reikning, staðgreiðsla eða greiðsla með kreditkorti.
Reikningsupplýsingar Samskipa:
Reikningur: 0301–26–1332
Kennitala: 4409861539
Kvittun sendist á buslodir@samskip.com
Það er mismunandi – hafðu samband við tryggingafélagið þitt og fáðu upplýsingar um það hvort farmtrygging sé hluti af þinni heimilistryggingu.
Hvað er farmvernd?
Allir vörugámar sem fermdir eru hér á landi til útflutnings skulu vera innsiglaðir með svokölluðu flöskuinnsigli. Bent er á pökkunarfyrirtæki og Tollstjórann í Reykjavík hvað varðar vottun á flutningi heimilismuna. Samskip veita ráðgjöf hvað þetta varðar.
Nei, Samskip sjá ekki um þá þjónustu. Pökkun og flutningar ehf sjá um að farmvernda búslóðagáma og innheimta þeir þann kostnað. Vert er að benda á að Samskip sækja ekki fulla búslóðagáma til útflutnings fyrr en búið er að innsigla og farmvernda gáminn.
Í flestum tilfellum þarf þess ekki en þess má þó geta að ef um lausavörusendingu er að ræða verður alltaf greitt fyrir þann rúmmetrafjölda sem búslóðin mælist. Erfitt getur verið að áætla nákvæman rúmmetrafjölda en þess vegna er búslóðin alltaf mæld í vöruhúsinu er greitt samkvæmt mælingum.
Ef viðskiptavinur hefur hugsað sér að fá gáminn niður á jörð eða er lengur að losa/hlaða gáminn erlendis þá bætast aukagjöld við upphaflega tilboðið en allar upplýsingar um þann kostnað er að finna á tilboðinu.
Gámaleiga og geymslugjöld geta einnig fallið til en búslóða viðskiptavinir hafa sjö (7) daga fría frá komu skips. Hægt er að fá gáminn að heimili á Íslandi sjö (7) dögum fyrir brottför skips án þess að greiða gámaleigu.
Nei, Samskip bjóða ekki upp á slíka þjónustu.
Samskip á Íslandi útvega bretti og plast (þetta á ekki við í erlendum höfnum) en sjá ekki um að hlaða á brettin eða fylla í gám fyrir viðskiptavini. Starfsfólk þjónustudeildar Samskipa geta bent á trausta aðila til þess að sjá um pökkun og burð.
Ef búslóðin er sótt og sett í flutningabíl er nauðsynlegt að fá upplýsingar hjá þjónustudeild um hvort búslóðin þurfi að vera plöstuð á brettum eða ekki, en það er mismunandi eftir löndum.
Áður en búslóðin er afhent þarf að fá tollafgreiðslu og greiða fyrir flutninginn. Til þess að tollafgreiðslan geti farið fram þarf að skrá viðkomandi inn í landið hjá Þjóðskrá Íslands og skila útfylltri búslóðayfirlýsingu, innihaldslista og komutilkynningu inn til Jóna Transport eða Tollstjóra.
Algengur afgreiðslutími hjá tollayfirvöldum eru einn til tveir sólarhringar en getur þó tekið lengri tíma.
Þú getur flutt búslóðina þína án þess að skrá þig inn í landið en þá gætir þú þurft að borga toll af búslóðinni.
Til þess að búslóðin sé tollfrjáls þarftu að skrá lögheimilið til Íslands.
Það er hægt að nota sinn eigin gám í flutninga á milli landa en CSC vottun á gámnum þarf að liggja fyrir. Það er gert með því að senda okkur mynd af CSC plötu gámsins.