Sérfræðiþekking okkar
Miðstöð fyrir millilanda- og innanlandssendingar
Í vörumiðstöðinni mætast millilanda- og innanlandskerfi Samskipa og gegnir hún lykilhlutverki í samþættingu kerfanna. Sendingar á leið til og frá landinu með Samskipum eða Jónum Transport fara um miðstöðina auk allra sendinga með Samskipum innanlands, sem sinna flutningum um land allt og dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess fara þúsundir bretta um húsið á ári hverju í beinni hýsingu.
Við bjóðum ýmsar leiðir:
Hefðbundin leið
Vara kemur til geymslu ýmist í innflutningi eða frá innlendum birgja. Varan er móttekin, sett í geymslu (geymsluhólf). Vara er ýmist afhent beint úr geymsluhólfi (heilpallar) eða afhent úr tínsluhólfum (kassar, einingar) og byggður upp pallur til afhendingar.
Sendingu skipt upp
Vara kemur frá birgja á einu bretti og er afhent á marga fyrirfram skilgreinda staði með svokölluðu „Put to store“ kerfi, þar sem brettinu er skipt upp á staðina.
Mörg bretti á marga staði
Vara kemur á brettum til vörumiðstöðvarinnar, þar sem sérhvert bretti hefur ákveðinn móttakanda (cross-docking) og eru þau svo afhent á viðeigandi afhendingarstað.
Önnur þjónusta
Vörumiðstöðin veitir ýmsa aðra þjónustu s.s. merkingu á vörum, pökkun (í stærri umbúðir, fleiri vörur í sömu pakkningu), samsetningu á vörum (t.d. grill) o.fl.
Hvers kyns vörur hýsum við?
Vörumiðstöðin geymir vörur af öllum stærðum og gerðum, hvort sem um er að ræða almenna þurrvöru, frystivöru, kælivöru eða hættulegan varning. Fjölbreyttar hólfagerðir tryggja að vara er geymd í hentugu hólfi sem lækkar geymslukostnað.
Í vörumiðstöðinni eru bæði geymdar tollafgreiddar og ótollafgreiddar vörur og býður það upp á sveigjanleika fyrir innflytjendur sem geta látið tollafgreiða hluta af sendingum eins og hentar hverju sinni.
Helsti ávinningur viðskiptavina af hýsingu hjá Samskipum er minni fjárbinding, þar sem viðskiptavinir greiða einungis fyrir notað pláss og þjónustu í stað fasts kostnaðar við eigið húsnæði og annað sem því fylgir.
Kostnaður er því í samræmi við umfang starfseminnar á hverjum tíma. Árstíðabundnar sveiflur eru þekktar í mörgum atvinnugreinum og þá þarf ekki að greiða fyrir ónýtt rými þess á milli.
Allar vörur sem fara í gegnum vörumiðstöðina fá strikamerki og eru skannaðar inn í húsið. Strikamerkin auðvelda rekjanleika vörunnar og tryggja áreiðanleika í birgðahaldi og lágmarkar rýrnun.
Öflugt upplýsingakerfi gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með stöðu á birgðum í rauntíma og senda rafrænar pantanir til vörumiðstöðvarinnar.
Ekki hika við að hafa samband við þjónustufulltrúa fyrir hvers kyns aðstoð og ráðleggingar, netfangið er vorumidstod@samskip.com