Svala

Svala er um 900 m² fullbúin kæligeymsla. Auk almennrar kæligeymslu eru tvær saltfiskkæligeymslur, önnur er 300m² og hin 400m².

Svala var að stórum hluta hönnuð í samvinnu við viðskiptavini Samskipa. Í Svölu er fullbúið skoðunarherbergi þar sem viðskiptavinir okkar geta skoðað gæði vörunnar og ástand fisksins áður en hann er fluttur úr landi.