Skilmálar búslóðaflutninga
Skilmálar eru hluti af samningi á milli Samskipa og viðskiptavina.
- Almennir flutningsskilmálar Samskipa gilda um flutninga á búslóðum og búslóðabílum og má finna á heimasíðu Samskipa.
- Samskip gera þá kröfu að eigandi búslóðar tryggi búslóð fyrir flutning. Flestir hafa heimilistryggingu á eigum sínum og er því jafn sjálfsagt að tryggja þær við flutning í bílum og skipum um heiminn. Starfsfólk Samskipa getur aðstoðað við kaup á tryggingum.
- Sendandi búslóðar ber ávallt ábyrgð á pökkun búslóðar. Í öllum tilfellum er mikilvægt að ganga vel frá fyrir flutning og pakka í kassa og setja pappa eða þykkt plast utan um húsgögn og tæki. Á stærri hlutum þarf að hlífa öllum hornum. Aðstoð við burð á búslóðum er ekki innifalin í verðum, hvorki á Íslandi né erlendis.
- Einungis má vera ein búslóð skráð í heilgámaflutningum til og frá landinu.
- Þegar um heilgáma, í útflutningi frá Íslandi, er að ræða ber eigandi búslóðar ábyrgð á að fá innsiglisvotta (farmvernd) hjá viðurkenndum aðilum.
- Ekki er heimilt að setja búslóðir eða búslóðahluta inn í bíl í flutningi.
- Skila þarf búslóð til Samskipa fyrir tilsettan lokunartíma vörumóttöku í hverju landi. Ef ekki næst að skila búslóð fyrir tilsettan lokunartíma, þá fer hún með næsta mögulega skipi. Lokunartími kemur fram á heimasíðu Samskipa undir siglingaáætlun.
- Í útflutningi frá Íslandi þarf að greiða fyrir flutning eigi síðar en tveimur dögum áður en skip leggur úr höfn. Búslóð er ekki lestað í skip nema greiðsla liggi fyrir.
- Eigandi búslóðar þarf alltaf að sjá til þess að tollafgreiða búslóðina inn í viðkomandi land en lög um tollafgreiðslu eru mismunandi eftir löndum. Upplýsingar um tollareglur ýmissa landa má finna á heimasíðu Samskipa og tollembætta í viðkomandi löndum.
- Í innflutningi til Íslands þarf heimild tollstjóra og greiðsla fyrir flutning að liggja fyrir, áður en flutningur er afhentur til búslóðaeiganda.
- Þjónustustaðlar varðandi losun skips, afgreiðslu og aksturs eru mismunandi eftir löndum. Það er á ábyrgð eiganda búslóðar að fylgjast með komu skipa í viðkomuhöfn og setja sig í samband við skrifstofur Samskipa til að fá aðstoð við lokaskrefin í flutningaferlinu.
- Samskip bjóða uppá akstur á gámum og lausavöru. Allar tímasetningar á akstri eru áætlaðar og geta breyst.
- Eigandi búslóðar er ábyrgur fyrir því að flutningabíll komist að dyrum á ákvörðunarstað.
- Losunar og hleðslutímar á gámum eru mismunandi eftir löndum en oftast 1–2 klukkustundir og er verðlagning miðuð við það í hverju landi.
- Gámaleiga, stæðaleiga og geymslugjöld eru mismunandi eftir löndum en á Íslandi reiknast þessi gjöld 7 dögum eftir að búslóðin kemur til landsins.