Búslóðaflutningar innanlands

Innanlandsdeild Samskipa býður upp á heildarlausnir í flutningum á búslóðum innanlands.

Boðið er upp á flutninga frá dyrum sendanda að dyrum móttakanda hvar á landinu sem er, hvort sem um er að ræða flutning á heilum gámum (20 eða 40 feta) eða lausavörusendingar. 

Á vef innanlandsdeildar er að finna nánari upplýsingar um flutninga á búslóðum innanlands, tryggingar, hvernig best er að pakka búslóðinni, reikna umfang hennar í sérstakri reiknivél og óska eftir tilboði í flutninginn.