Sérfræðiþekking okkar

Við höfum áratuga reynslu af innflutningi. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna réttu lausnina.

Bílainnflutningur

Við aðstoðum þig að flytja bílinn heim. Við getum sótt hann og komið honum um borð og keyrt hann heim að dyrum en einnig geta viðskiptavinir séð sjálfir um að koma honum til hafnar.

Fylltu út tilboðsformið og við svörum um hæl, en mundu að mikilvægt er að tegund, undirgerð, stærðir og þyngd komi skýrt fram.

Efnavara

Við höfum lausnina á flutning á efnvaöru, hvort sem um er að ræða hættulegan varning, eldfiman eða sérleyfisskildan (ADR). Mikilvægt er að senda okkur IMO flokkin þegar þú fyllir út tilboðsformið.

Byggingaiðnaður

Við erum sérfræðingar í flutningum og finnum bestu lausnina, hvort sem þú ert að byggja, breyta eða bæta. Stálgrindahús, járn, gluggar, hurðar, gólfefni, innréttingar eða húseingar, við flytjum þetta allt.

Matur og drykkur

Hvort sem það er þurr-, kæli- eða frystivara þá getum við séð um allt. Sækja, senda, vöruhýsing, frísvæði eða dreifing. Fáðu heildarlausn hjá Samskipum.

Vélar og tæki

Stór sem smá tæki, þau eru öll velkomin með okkur. Landbúnaður, framkvæmdir, vörubílar, gröfur, valtarar eða vagnar. Sendu okkur nákvæmar upplýsingar um stærðir og þyngd í gegnum tilboðsformið.

Hráefni til framleiðslu

Olía, plast, ál, stál eða viður. Allt þetta getur þú flutt með okkur.

Verslunarvara

Hvort sem þú ert að flytja inn raftæki, húsgögn, heimilistæki, fatnaður eða skó þá finnum við lausnina fyrir þig.

Teymið

Innflutningssvið Samskipa samanstendur af teymi sérfræðinga sem aðstoðar viðskiptavini við að senda verðmæti til Íslands og veitir almenna þjónustu sem snýr að innflutningi. Hér getur þú kynnst teyminu okkar enn betur: