Sjálfbærni
Sjálfbærnimarkmið Samskipa miðar að því að fyrirtækið axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti í allri starfsemi sinni.
Sjálfbærni er mikilvægur hlekkur í starfsemi Samskipa og stærsti liðurinn þar er að velja umhverfisvænan flutningsmáta með því markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Framtíðarsýn okkar, verkefni og gildi eru vandlega unnin til að endurspegla skoðanir okkar, vonir og markmið fyrir framtíðina. Við erum staðráðin í að nýta hvert tækifæri á ferð okkar til að ná kolefnislosun niður í nettó-núll (net-zero) árið 2040 fyrir Samskip í heild sinni innan sem utanlands.
Við einbeitum okkur að umhverfisvernd, velsælds starfsfólks og viðskiptavina okkar og jafnframt að veita hágæða þjónustu á góðu verði. Við höfum skuldbundið okkur til að verða sjálfbærasti gámaflutningaaðili í Evrópu með því að samræma og skipuleggja aðgerðir okkar og frumkvæði í sjálfbærnivegferð okkar. Áherslur sjálfbærni kalla á uppbyggingu nýrra viðskiptamódela þar sem hugað er að því að hver kjarnastarfsemi rekstrareininga leggi sitt fram til að byggja upp sjálfbæran heim.
Meðal markmiða okkar næstu árin er að minnka kolefnislosun allrar starfsemi okkar, búa til og bjóða vöruflutningaþjónustu og lausnir með litlum eða engum útblæstri og byggja upp fyrirtækjamenningu sem stuðlar að og fagnar sjálfbærni.
Umhverfi, félagslegir þættir og stjórnarhættir
Verkefni Samskipa í sjálfbærni snúa að þremur tilteknum flokkum, UFS (e. ESG) sem stendur fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti.
- Umhverfi (e. Environment)
- Félagslegir þættir (e. Social)
- Stjórnarhættir (e. Governance)
EcoVadis
EcoVadis er alþjóðlega viðurkennt sjálfbærnismatsfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að stjórna áhættu og fylgni í UFS-flokkunum þremur. EcoVadis mælir framgang sjálfbærnivegferðar Samskipa í fjórum lykilflokkum:
- Umhverfisáhrif
- Vinnu- og mannréttindastaðlar
- Viðskiptasiðferði
- Innkaupaaðferðir
Samskip á Íslandi hófu að mæla árangur sinn árið 2020 hjá EcoVadis og fengu fyrst silfur einkunn. Árið 2023 og 2024 hlutu Samskip á Íslandi gull einkunn sem er næst hæsta stig einkunnagjafar EcoVadis.
Þrjú markmið sem Samskip hafa náð á árinu
Sjálfbærari lausnir fyrir viðskiptavini
Sjálfbærnivegferð okkar
Sjálfbærniskýrsla Samskipa 2024
Samskip hafa birt sjálfbærniskýrslu sína fyrir árið 2023 en skýrslan segir söguna af sjálfbærnivegferð Samskipa síðastliðin ár með áherslu á sigra og framþróun á síðasta ári.
Í skýrslunni er mikið af áhugaverðum upplýsingum settum fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt.
FESTA · Miðstöð um sjálfbærni
Samskip er eitt aðildarfélaga Festu, sem er miðstöð um sjálfbærni á Íslandi. Festa hefur það markmið að hjálpa aðildarfélögum sínum við að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð og efla getu þeirra til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti. Samskip hefur sett sér umhverfismarkmið og tilkynnir um árangur sinn til Festu.