Togaralöndun
Samskip bjóða alhliða þjónustu við fjölveiðiskip og frystitogara. Löndun, flutningar og geymsla – allt er á einum stað, auk tengdrar þjónustu.
Lögð er áhersla á hraða, sveigjanleika og fagleg vinnubrögð. Aðstaðan er öll hin ákjósanlegasta, hægt er að vinna við tvo togara á Vogabakka samtímis. Viðlegukanturinn er 200 metrar og innsiglingin er 8,5 metrar á dýpt.
Afgirt vaktað svæði
Frystimiðstöðin er í sömu hæð og bryggjan svo hægt er að landa beint inn í hana. Flokkun afla fer fram í færanlegu lokuðu löndunarrými. Aðstaða er til sýnatöku og skoðunar í miðstöðinni.