Búslóðaflutningur frá Íslandi

Samskip leggja áherslu á að veita góða alhliða þjónustu í búslóðaflutningum en margt þarf að hafa í huga þegar flytja á búslóð.

Tilboð

Til að fá verð í flutning þá þarf að fylla út tilboðsbeiðni. Mikilvægt er að fylla út í alla *merkta reiti sem og magn búslóðar sem á að flytja.

Magn

Hversu mikið magn flytur þú með þér? Hér getur þú reiknað út rúmmál búslóðar. Þar er hægt að fá viðmiðunartölu fyrir stærð búslóðar til að nota í tilboðsbeiðni.  Ef þessi tala er hærri en 16 m3 þá er oftast hagkvæmara að taka gám.

Skjöl sem þarf að fylla út áður en búslóð er flutt

  • Innihaldslisti er fylltur út um leið og búslóð er pakkað.  Á sama blaði er verðmætalisti fyrir tryggingar sem einnig þarf að fylla út. Samskip gera þá kröfu að farmflytjandi (sendandi) láti tryggja búslóð fyrir flutning. Flestir hafa heimilistryggingu á eigum sínum og er því jafn sjálfsagt að tryggja þær við flutning í bílum og skipum um heiminn. Starfsfólk Samskipa gefur allar upplýsingar um tryggingaskilmála og aðstoðar við kaup á tryggingum.
  • Þegar búslóð er afhent til útflutnings og innihaldslista er skilað til Samskipa, þarf að fylla út tollskýrslu þess lands sem flytja á til.  Mismunandi er eftir löndum hvort skila þurfi inn frekari pappírum.

Panta flutning

Panta þarf allan flutning með minnst þriggja daga fyrirvara og er það gert á skrifstofu Samskipa í Reykjavík í síma 458 8000 eða með tölvupósti á netfangið buslodir@samskip.com.

Skilatími

Skila þarf búslóðum til Samskipa í Kjalarvogi í Reykjavík fyrir eftirtalda skilatíma.

 Heilgámur (FCL)Þriðjudagar kl. 12.00
 Lausavara (LCL)Mánudagar kl. 15.00

Sjá staðsetningu á korti

Greiðsla

Ganga þarf frá flutningsgjöldum áður en búslóðin fer um borð í skip. Hægt er að greiða með símgreiðslu, raðgreiðslusamningi fyrir korthafa eða staðgreiðslu.

Koma skips og tollafgreiðsla

Búslóðareigandi ber ábyrgð á að fylgjast með komu skips og tollafgreiðslu. Búslóð verður að vera skráð á þann aðila sem er að flytja til landsins (ekki er leyfilegt að skrá búslóð á fyrirtæki). Áður en búslóð fæst afhent þarf eigandi eða umboðsaðili eiganda að láta tollafgreiða búslóðina og er það í flestum tilfellum gert hjá Samskipum.  Við biðjum viðskiptavini/móttakanda að hafa samband við næstu skrifstofu Samskipa til að tryggja að tollafgreiðsla geti farið fram.

Gámaleiga og geymslugjöld

Gámaleiga og geymslugjöld eru mismunandi eftir höfnum.  Vinsamlegast hafið samband við næstu skrifstofu Samskipa til að fá upplýsingar um gjöld á hverjum stað.

Ef þú hefur frekari spurningar þá vinsamlegast sendu okkur fyrirspurn á buslodir@samskip.com eða hringdu í síma 458 8000.

Námsmenn erlendis

Námsmenn njóta 15% afsláttar af sjóflutningi hjá Samskipum, innan Evrópu gegn framvísun sönnunar um skólavist. Upplýsingar um verð og flutningsleiðir er að hægt að nálgast hjá þjónustudeild.