Tjónatilkynning

Ef vöruvöntun eða tjónamál koma upp hjá viðskiptavinum er nauðsynlegt að kynna sér upplýsingarnar á þessari síðu.

Vöntun í sendingu

Þegar uppgefinn fjöldi á fylgibréfi og vörumagn fer ekki saman við afhendingu er talað um vöntun.

Tilkynning um vöruvöntun þarf að hafa borist umsjónarmanni vantana hjá innanlandsdeild Samskipa á netfangið tjonogvantanir@samskip.com innan 72 klst. frá brottför flutningabíls frá stöð.

Aðeins flutningsaðili getur tilkynnt um vöntun og þarf því móttakandi að tilkynna vöntun til umsjónarmanns sem allra fyrst og eigi síðar en innan 72 klst.

Ábyrgðartilflutningur á sér stað á öllum stigum ferilsins.

 • Við móttöku vöru hjá innanlandsdeild færist ábyrgð yfir á Samskip.
 • Við lestun flutningabíls færist ábyrgð yfir á flutningsaðila.
 • Við losun bíls í afgreiðslu færist ábyrgð yfir á viðkomandi afgreiðslu.
 • Við afhendingu vöru flyst ábyrgð yfir á viðtakanda.

Innanlandsflutningar Samskipa leggja kapp á að leysa úr öllum vöntunarmálum eins fljótt og auðið er. Viðmiðunin er að reyna að leysa úr málum einstaklinga á 2-5 dögum en mál fyrirtækja geta tekið 1-3 vikur. Leysist málið ekki telst það orðið tjónamál.

Þegar innanlandsdeild er send tjónakrafa, á þar til gerðu eyðublaði hér á vefnum, þurfa eftirfarandi gögn að fylgja bótakröfu.

 • Afrit fylgibréfs.
 • Staðfesting yfirmanns hjá innanlandsdeild eða öðrum afgreiðslum innanlandsdeildar.
 • Afrit af upprunareikningi vöru til viðtakanda til staðfestingar á verðmæti sendingar.

Athugið að vara er alltaf bætt á sama verði og viðtakandi kaupir hana á, óháð afsláttum og tilboðum.

Tjónamál

Tjón telst hafa orðið hafi vara skemmst í meðförum starfsmanna Samskipa eða orðið fyrir skemmdum í flutningum. Ef tjón verður á vöru skal fylla út tjónakröfu. Tilkynning um tjón þarf að hafa borist umsjónarmanni tjóna hjá innanlandsdeild Samskipa á netfangið tjonogvantanir@samskip.com innan 72 klst. frá brottför flutningabíls frá stöð.

Aðeins flutningsaðili getur tilkynnt um tjón og þarf því móttakandi að tilkynna tjón til umsjónarmanns sem allra fyrst og eigi síðar en innan 72 klst.

Mál varðandi vöruvantanir sem ekki hefur tekist að leysa teljast tjónamál eftir ákveðinn tíma.

Um tjón þarf að gera athugasemd við afhendingu vöru og á það við á öllum stigum ferilsins.

 • Við móttöku hjá innanlandsdeild
 • Við lestun á flutningabíl.
 • Við losun í afgreiðslu.
 • Við endanlega vöruafhendingu.

Móttakandi vöru þarf að gera athugasemd vegna tjóns um leið og varan er afhent honum af flutningsaðila.  Flutningsaðili útbýr þá tjónaskýrslu sem hann sendir umsjónarmanni tjónamála hjá innanlandsflutningum Samskipa.  Áskilinn er réttur til að kalla til tjónaskoðunarmann frá tryggingarfélagi sé þess talin þörf.

Innanlandsflutningar Samskipa reyna að leysa öll tjónamál eins fljótt og auðið er. Þyki sannað að varan hafi skemmst í meðförum innanlandsdeildar er miðað við að leysa úr málum einstaklinga á 2-5 dögum og málum fyrirtækja á 1-3 vikum. Tryggingamál geta þó dregist lengur.

Þegar Innanlandsdeild Samskipa er send tjónakrafa, á þar til gerðu eyðublaði hér á vefnum, þurfa eftirfarandi gögn að fylgja bótakröfu.

 • Afrit fylgibréfs.
 • Staðfesting rekstrarstjóra hjá innanlandsdeild eða yfirmanns á afgreiðslum innanlandsdeildar
 • Afrit af upprunareikningi vöru til viðtakanda, til staðfestingar á verðmæti sendingar.

Athugið að vara er alltaf bætt á sama verði og viðtakandi kaupir hana á, óháð afsláttum og tilboðum.

Ef tjón verður á vöru skal fylla út tjónakröfu.

Nánari upplýsingar veitir tjónadeild í síma 458 8321, claims@samskip.com.