Skilmálar, reglur og tjón

Við biðjum viðskiptavini að kynna sér ítarlega skilmála félagsins sem finna má hér fyrir neðan.

  • Um sjóflutninga, þ.m.t. strandflutninga, gilda flutningsskilmálar Samskipa (fyrir fjölþáttaflutning og flutning frá höfn til hafnar),  eins og þeir eru á hverjum tíma, flutningssamningar milli aðila og ákvæði siglingalaga nr. 34/1985, eftir því sem við á.
  • Um flutninga innanlands gilda, auk skilmála flutninga á landi, flutningssamningar milli aðila, ákvæði landflutningalaga nr. 40/2010 og flutningsskilmálar Samskipa (fyrir fjölþáttaflutning og flutning frá höfn til hafnar), eins og þeir eru á hverjum tíma, eftir því sem við á.
  • Almennir þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ (Samtaka verslunar og þjónustu), eins og þeir eru á hverjum tíma, skulu gilda um alla þjónustu nema flutninga, sem farmflytjandi veitir viðskiptamanni, eftir því sem við á, nema um annað sé samið.
  • Viðskiptavinum er bent á að tryggja vörur sínar gegn hvers konar tjóni, þar sem ábyrgð félagsins er takmörkuð samkvæmt flutningsskilmálum félagsins.
  • Félagið áskilur sér rétt til þess að leiðrétta flutningsgjöld og aðra liði reiknings án fyrirvara.
  • Incoterms 2020