Sérfræðiþekking okkar
Samskip innanlands býður alhliða flutningaþjónustu innan Íslands. Sú þjónusta felur í sér alla almenna flutninga á vörum, búslóðum, heilförmum, gámum, heimakstur á vörum o.fl.
Sérfræðingar í flutningum
Með vel útbúnum flutningabílum geta Samskip innanlands tryggt viðskiptavinum sínum skjóta og örugga afhendingu á vörum hvert á land sem er. Leitast er við að fyrirtækið sé í fararbroddi hvað varðar vöruflutninga innanlands. Starfað er eftir kröfum GÁMES og er starfsfólk okkar þjálfað í meðferð og flutningi á hættulegum efnum. Auk þess eru strangar kröfur gerðar til öryggis á þjóðvegum. Háþróaður kæli- og frystibúnaður í bílum og vörugeymslum okkar tryggja að matvæli komast fersk til móttakanda hvert á land sem er. Auk þess getum við boðið flutninga sjóleiðina og getur sú lausn oft verið mjög hagkvæm.
Láttu okkur sjá um dreifinguna
Margar verslanir hafa farið þá leið að láta okkur sjá um dreifingu á vörum fyrir þær. Við sjáum um að flytja vörur úr vöruhúsinu okkar og dreifum þeim í matvörubúðir, hægt er að hafa þessa dreifingu fasta og reglulega. Eins sjáum við um að sækja vörur í heildsölur og dreifa þeim eða keyra í vöruhúsið okkar. Við sækjum stakar sendingar og komum þeim á áfangastað og tryggjum að varan þín komist alla leið.
Hættulegur varningur
Öllum sendingum í innanlandsflutningum sem innihalda efni sem flokkast hættuleg skal fylgja eyðublað með ADR yfirlýsingu um hættulegan varning. Sendandi hættulegrar vöru er ábyrgur fyrir því að skila inn ADR yfirlýsingu um hættulegan varning. Í yfirlýsingunni þurfa að koma fram upplýsingar um hvað er verið að flytja. Eins þarf að fylla út eyðublaðið ef verið er að flytja tómar umbúðir undan hættulegum varningi sem ekki hafa verið hreinsaðar á viðeigandi hátt. ADR er stytting á European Agreement Concerning the International Carriage of Dangerous Goods by Road.