Umhverfisstefna
Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við kappkostum að fylgjast vel með þróun og nýjungum og setjum okkur skýr markmið. Við mælum árangur reglulega og tryggjum þannig stöðugar umbætur og framþróun.
Stjórnun umhverfismála
Við stjórnun er leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá allri starfsemi félagsins. Sem leiðandi félag miðlum við þekkingu og upplýsingum um árangur í umhverfismálum til starfsfólks, samstarfsaðila og samfélagsins. Til að tryggja árangur er stuðst við viðurkennda staðla og viðmið í umhverfismálum.
Orka
Við mælum orkunotkun reglulega, nýtum vistvæna orkugjafa eins og kostur er og leitumst við að halda mengun í lágmarki.
Vara og þjónusta
Við högum framleiðslu- og þjónustuferlum félagsins í samræmi við sett markmið og á þann hátt að tekið er tillit til áhrifa á náttúru, umhverfi og samfélag. Við greinum áhættu og leggjum áherslu á þjálfun starfsfólks, til að fyrirbyggja slys og tryggja rétt vinnubrögð og viðbrögð.
Hráefni og aðföng
Við val á birgjum, tækjum og öðrum aðföngum er leitast við að velja umhverfisvæna kosti umfram aðra. Við leitumst við að lágmarka notkun allra rekstrarvara og sóun.
Vinnusvæði
Við kappkostum að öll vinnusvæði séu til fyrirmyndar, örugg og snyrtileg. Umhverfisvernd skal í hávegum höfð við val og rekstur á vinnusvæðum.
Sorp og úrgangsefni
Í starfsemi félagsins er magn sorps og úrgangsefna lágmarkað. Við flokkum, losum og eyðum sorpi og úrgangsefnum með umhverfisvænum aðferðum í samstarfi við viðurkennda aðila. Við leggjum áherslu á að endurnýta og endurvinna það sem mögulegt er.