Næsta kynslóð vetnisskipa smíðuð fyrir Samskip

Samskip hafa samið um smíði tveggja vetnisknúinna flutningaskipa til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið, sem er alþjóðlegt með skrifstofur í 24 löndum, færir sig með þessu í átt að útblásturlausum skipaflutningum.

Samskip kynntu þjónustu sína í Barselóna

Sýninguna sóttu yfir 33 þúsund gestir, nærri fjórðungi fleiri en á síðasta ári. Íslensku fyrirtækin 45 sem þátt tóku eru hluti 2.078 fyrirtækja frá 87 ríkjum sem voru með bása á sýningunni, auk 68 þjóðarskála.

Strákarnir okkar

Strákarnir okkar stigu stórt skref í áttina að næsta stórmóti með sigri gegn Tékkum í stappfullri Laugardalshöll um helgina.

Nýsköpunarverkefni í orkuskiptum fær 1,4 milljarða króna í styrk frá ESB

Orkuskiptaverkefnið WHISPER hefur hlotið 1,4 milljarða króna styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. WHISPER er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni en íslensk fyrirtæki eru þar í meirihluta. Verkís verkfræðistofa leiðir verkefnið og aðrir íslenskir þátttakendur eru fyrirtækin SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli.