Vegna áreksturs í Norðursjó

Skip sem flytur gáma fyrir Samskip Multimodal í Evrópu lenti í morgun í árekstri við olíuskip við austurströnd Bretlands.

Samskip Multimodal er systurfélag Samskipa hf. og er með sitt eigið skipakerfi.

Samskipum eru efst í huga öryggi og velferð áhafna skipanna auk viðbragðsaðila, en björgunaraðgerðir hafa staðið í allan dag og eru Samskip Multimodal í nánu sambandi við yfirvöld og eigendur skipsins.

Skipið er leigt með áhöfn af eiganda þess og bera Samskip Multimodal ekki á því ábyrgð þó svo það hafi sinnt flutningum fyrir félagið. Unnið er að því að meta möguleg áhrif á sendingar og verða viðskiptavinir sem málið varðar upplýstir um þau. Ekki er um að ræða sendingar á leið til eða frá Íslandi.

Upplýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Sjá einnig tilkynningu á vef Samskipa í Evrópu: 
https://www.samskip.com/news-update-vessel-incident-in-the-north-sea/