Samskip Agency

Alhliða hafnarþjónusta á Íslandi fyrir skemmtiferðaskip.

Samskip eru alþjóðlegt fyrirtæki sem býður upp á flutninga á landi, sjó og í lofti. Auk gáma-, hefðbundinna vöruflutninga og verkefnaflutninga, veita Samskip sveigjanlega og áreiðanlega hafnarumboðsþjónustu á Íslandi og starfa nú fyrir nokkur helstu skemmtiferðaskipa fyrirtækin sem sigla til Íslands.

Reynsla

Reyndir starfsmenn okkar hafa traustan skilning á þörfum skemmtiferðaskipa viðskiptavina okkar og vinna náið með íslenskum yfirvöldum, höfnum og söluaðilum í ferðageiranum. Við þjónustum skemmtiferðaskip í hinum ýmsu höfnum á Íslandi, allt frá smærri ævintýraskipum til nokkurra stærstu skipa sem heimsækja Ísland. Við stefnum að því að sníða þjónustu okkar að þörfum viðskiptavina okkar með hagkvæmum lausnum. Fyrir frekari upplýsingar ekki hika við að hafa samband við umboðsmenn okkar á: agency@samskip.com

Þjónusta okkar

Við erum staðsett í Reykjavík og höfum að auki net skrifstofu- og umboðsmanna okkar víðsvegar um landið. Starfsmenn okkar skilja þörfina fyrir nákvæmni og hraða í afgreiðslu DA (e. Documents against Acceptance) til viðskiptavina okkar og leitast við að afgreiða rekstrartengd skjöl hratt og óaðfinnanlega. Auk þess geta Samskip veitt ýmsar flutningslausnir um allt land sem og heil- og lausagáms sendingar til og frá Íslandi með Samskipa og Jónar Transport þjónustu.

Hafnarskrifstofuþjónusta okkar (inniheldur en takmarkast ekki við):

  • 24 tíma umboðsþjónusta
  • Sérfræðiþekking á viðsnúningi farþega, þar sem Samskip Agency er meðal frumherja í flokki í þjónustunnar á Íslandi
  • Náið samstarf við hafnaryfirvöld varðandi lóðsunar- og togaraþjónustu
  • Öll formsatriði tollamála, innflytjenda og strandgæslu
  • Samhæfing á læknisþjónustu fyrir áhafnir og farþega
  • Samkeppnishæf verðtilboð fyrir FCL og LCL sendingar til Íslands í gegnum alþjóðlegt flutningsnet okkar
  • Afgreiðsla varahluta
  • Skipting á áhöfnum og afgreiðsla gagna í málefnum innflytjenda
  • Sorp- og förgun frá skipum
  • Skýr skipting og skil á reikningum til viðeigandi rekstrareininga viðskiptavina okkar í gegnum rafræn innheimtukerfi eða hefðbundin útprentuð eintök

Meðal viðskipavina okkar eru

Um Samskip

Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður upp á flutninga og tengda þjónustu á landi, sjó, járnbrautum og í lofti með sérstakri áherslu á hagkvæmar, sjálfbærar og umhverfisvænar flutningar.

Unnið er með framleiðslu- og þjónustuferli fyrirtækisins í samræmi við sett markmið og á þann hátt að hugi áhrif á náttúru, umhverfi og samfélag. Við greinum áhættuna og leggjum áherslu á þjálfun starfsfólks, að koma í veg fyrir slys og tryggja rétt vinnubrögð og viðbrögð.

Samskip eru nú eitt af stærri evrópskum flutningafyrirtækjum, með skrifstofur í 24 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu og starfa um 1.700 manns um allan heim.

Guðmundur Óskarsson

Forstöðumaður flutningsdeildar
Sími: 458 8260
GSM: 858 8260
Senda póst

Thorgils Heimisson

Viðskiptastjóri
Sími: 458 8262
Mobile: 858 8262
Senda póst