Fyrirtækjaþjónusta
Samskip innanlands bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir í flutningum.
Við sérhæfum okkur í heildarlausnum fyrir fyrirtæki. Þéttriðið þjónustunet býður upp á vöruflutninga hvert á land sem er og sendibílar okkar sjá um heimsendingar á stökum sendingum eða reglulega sendibílaþjónustu.
Oft þarf að senda vörur í miklu magni og býður Samskip innanlands þá upp á lausnir í heilförmum. Boðið er upp á 20 eða 40 feta gáma eða önnur sértæk flutningatæki.
Sérfræðingar í matvælaflutningum
Hjá Samskipum innanlands teljum við að allir eigi að geta gengið að ferskum matvælum vísum, hvar sem þeir búa. Bílar og vörugeymslur Samskipa innanlands taka sérstaklega mið af þessu með kæli- og frystibúnaði sem tryggir að varan kemst alltaf fersk til móttakanda.
Hafið samband við viðskiptastjóra okkar í fyrirtækjaþjónustu ef óskað er eftir upplýsingum eða tilboði í flutning.