Móttaka reikninga
Samskip tekur einungis á móti reikningum á rafrænu formi í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.
Af hverju rafrænir reikningar?
- Það er ódýrara fyrir birgja að senda rafrænan reikning en pappírsreikning
- Það er einfaldara fyrir birgja að senda rafrænan reikning en að senda pappírsreikning
- Reikningur skilar sér fyrr og misferst ekki
- Síðast en ekki síst hefur það jákvæð áhrif á umhverfið
Hvernig fara birgjar að?
Þeir sem eru með rafrænt bókhaldskerfi geta á einfaldan hátt sent rafræna reikninga á XML formi og óskar Samskip eftir að birgjar komi þeirri tengingu á.
Þeir sem eru ekki með rafrænt bókhaldskerfi geta sent reikning á XML formi í gegnum vefsíðu InExchange. Sjá nánar á síðu http://www.inexchange.is/IS/.
Samskip hf:
Þeir sem ekki hafa tök á ofangreindu geta enn sem komið er sent reikninga á PDF formi á e-invoices-1000@samskip.com.
Samskip innanlands ehf:
Samskip innanlands taka á móti reikningum á PDF formi á e-invoices-1300@samskip.com