Skilmálar og tryggingar

Hér er að finna upplýsingar um lög, tryggingar og skilmála sem gilda vegna flutninga á sendingum innanlands.

Við útreikning farmgjalda reiknast einn rúmmetri sem 350 kg.  Ef umreiknuð þyngd á rúmmetra er undir 350 kg er stuðst við rúmmálsútreikning.

Vilji móttakandi gera athugasemd um hvarf eða skemmdir á sendingu ber að tilkynna það innan 48 klst. frá móttöku hennar.

Þjónustuskilmálar Samtaka verslunar og þjónustu gilda um alla þjónustu innanlandsdeildar Samskipa aðra en landflutninga:

Farmtryggingar í innanlandsflutningi

Samskip innanlands og Sjóvá-Almennar tryggingar hafa undirritað samning til hagsbóta fyrir viðskiptavini Samskipa innanlands.

Með samningnum eru allar sendingar sem fluttar eru með Samskipum innanlands tryggðar. Miðast tryggingaverndin við verðmæti varnings allt að 10.000.000 kr. Fari verðmæti sendingar upp fyrir 10.000.000 kr. þarf að tryggja hana sérstaklega.

Sendingar eru tryggðar samkvæmt vátryggingaskilmálum flutningstrygginga Sjóvá. Verð fyrir þessa tryggingavernd er 100 kr. með VSK. og er gjaldið hluti af þjónustugjaldi félagsins (vegna flutninga). Fyrir þennan viðbótarkostnað á sendingu fær farmeigandinn tryggingu sem er vel umfram þær bætur sem honum eru tryggðar í lögum um landflutninga.