Afhending á tómum gámum

  • Þegar viðskiptavinur skilar gámum til Samskipa eiga þeir að vera tómir og hreinir.
  • Allir gámar verða skoðaðir af bílstjórum Samskipa þegar þeir verða sóttir.
  • Gámar sem ekki eru tómir verða ekki teknir og kostnaður vegna aukaaksturs leggst á viðskiptavin.
  • "Open Top" gámum á að skila til Samskipa með segli og sperrum uppsettum.
  • Frystigámar eiga að vera með tengisnúru uppgerða og gengið frá henni í þar til gerða geymslu á frystivél.
  • Aðgengi að gámum skal vera fullnægjandi.
  • Ef tjón verður á gámum Samskipa í vörslu viðskiptavinar, og/eða búnaði tengdum þeim, ber að tilkynna slíkt til Flutningastjórnunardeild Samskipa í síma 458 8488 eða 458 8602 eða með tölvupósti cdr@samskip.com.