Afhending á tómum gámum

 • Þegar gámum er skilað til Samskipa eiga þeir að vera tómir og hreinir. Þá ber að skila öllum sjóbúnaði, svo sem spansettum (borðastrekkjara), loftpokum, keðjum og yfirbreiðslum. 
 • Bílstjórar hafa ekki heimild til að taka gáma sem eru ekki tómir. Kostnaður vegna auka aksturs greiðist af þeim sem pantar gámaakstur. 
 • Séu gámar ekki tómir eða hreinir leggst á aukakostnaður vegna hreinsunar og, eða förgunar á brettum eða rusli, samkvæmt verðskrá. 
 • Sé sjóbúnaði ekki skilað leggst aukakostnaður á viðskiptavin vegna vöntunar á búnaði,samkvæmt verðskrá. 
 • "Open Top" gámum á að skila til Samskipa með segli og sperrum uppsettum. 
 • Hitastýrðir gámar eiga að vera með tengisnúru uppgerða og gengið frá henni í þar til gert box á vél. 
 • Ef tjón verður á gámum Samskipa í vörslu viðskiptavinar, er það á ábyrgð viðskiptavinar sem greiða þarf fyrir tjónið.  
 • Aðgengi að gámum skal vera fullnægjandi. 
 • Sé gámum skilað skemmdum leggst aukakostnaður á viðskiptavin samkvæmt viðgerðaráætlun. 
 • Ef tjón verður á gámum Samskipa í vörslu viðskiptavinar, og/eða búnaði tengdum þeim, ber að tilkynna slíkt til Gámastýringardeildar Samskipa með tölvupósti cdr@samskip.com eða  í síma 458 8483 eða 458 8602.  
 • Sé gámum ekki skilað leggst aukakostnaður á viðskiptavin samkvæmt verðskrá á gámaleigu.