Ökumenn stjórna þvotti með snertiskjá þar sem hægt er að velja á milli margvíslegra möguleika, bæði hvað varðar þvottategund og sápumagn. Þvottastöðin er alsjálfvirk og notar sérblönduð efni fyrir bílaþvottastöðvar sem eru mildari fyrir umhverfið og tryggir því góð þrif án þess að ganga á náttúruna.
Stöðin er opin 24/7 fyrir bílstjóra, fyrirtæki og einstaklinga, innan og utan Samskipa.
Aðgengi: hafa skal samband við Inga S. Ólafsson í s. 458 8658 eða tölvupósti: thvottur@samskip.com. Þá er stofnaður aðgangur viðskiptavinar (rafræn viðskipti). Bílstjórar nota stöðina eftir hentugleika og skrá þvott á viðskiptanúmer (greiðsla fer fram mánaðarlega, engin þörf á staðgreiðslu á staðnum). Hentar vel fyrir fyrirtæki með stóran bílaflota með marga bílstjóra. Rafræn kvittun er í boði að þvotti loknum.
Þvottastöð fyrir stærri bíla, rútur og flutningabíla

Þvottastöð fyrir stærri bíla
Bílaþvottastöð Samskipa í Kjalarvogi 7-15 er sérhönnuð og fullkomlega búin sjálfvirk bílaþvottastöð fyrir stóra bíla, rútur, flutningabíla, vörubíla og eftirvagna. Þessi öfluga og afkastamiklastöð er sú eina sinnar tegundar á landinu og er fullkomin lausn fyrir atvinnubíla sem þurfa reglulegan og skilvirkan þvott.