Þvottastöð fyrir stærri bíla

Þvottastöð fyrir stærri bíla

Bílaþvottastöð Samskipa er vel útbúin, sjálfvirk og afkastamikil þvottastöð fyrir stærri bíla, rútur og flutningatrukka. Bílstjórar hafa aðgang að stöðinni allan sólarhringinn og er aðgangur að stöðinni í boði fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þess óska utan Samskipa.

Þvottastöðin er staðsett  á hafnarsvæði Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Ökumenn stjórna þvotti með snertiskjá þar sem hægt er að velja á milli margvíslegra möguleika, bæði hvað varðar þvottategund og sápumagn. Þvottastöðin er alsjálfvirk og endurvinnur frárennslisvatn úr hitakerfum frá starfseminni. Afgangsvatnið er sett í endurvinnslutank sem nýtist í þvottana og þá eru notuð sérblönduð efni fyrir bílaþvottastöðvar sem eru mildari fyrir umhverfið.

Hafa þarf samband við Inga S. Ólafsson í síma 458 8658 eða með tölvupósti thvottur@samskip.is fyrir frekari upplýsingar og uppsetningu á aðgangi í stöðina til að hefja notkun. Viðskiptavinir skrá þvott á viðskiptanúmer, greiðsla er mánaðarlega og því hentar stöðin vel aðilum með marga bílstjóra. Hægt er að fá rafræn kvittun eftir hvern þvott.