Spurt og svarað

Fyrsta skref er að setja inn beiðni um tilboð fyrir flutninginn hér.

FCL er skammstöfun fyrir Full Container Load. Á íslensku er talað um heilgámasendingu og miðar þá við að sendingin fari í 20ft eða 40ft gám.

LCL er skammstöfun á Loose Container Load. Á íslensku er talað um lausavörusendingu og miðar þá við að sendingin sé stöfluð á bretti. Hún tekur þá einungis hluta af gámi.

Hér má sjá orðalista og útskýringar á gjaldaliðum tilboða.

1) Allar upplýsingar tengdar vörunni;
Rúmmál (hæð x breidd x lengd)
Þyngd

2) Allar upplýsingar tengdum sendanda;
Nafn fyrirtækis
Heimilisfang
Símanúmer
Nafn tengiliðs hjá fyrirtækinu / Tölvupóstur tengiliðs / Símanúmer tengiliðs

3) Hvar og hvenær á að sækja vöruna?

4) Í hvaða skip á varan að fara?

 

Með því að staðfesta bókun á þjónustuvef er bókunin komin af stað.

  • Viðskiptavinir í staðgreiðslu borga fyrir flutninginn áður en að afhending á vöru á sér stað.
  • Viðskiptavinir í reikningsviðskiptum fá sendan reikning um hver mánaðarmót. Athugið að reikningsheimild verður að ná yfir upphæð flutningsreiknings.Það er hægt að greiða flutningskostnað með því að leggja inn á reikning Samskipa í heimabanka:
    kt: 440986-1539 / Banki: 0301-26-1332
    Skýring: Setja inn bókunarnúmerið
    Senda kvittun úr heimabankanum fyrir færslunni inn á inn@samskip.com (netfang þjónustudeildar Samskipa).

Hægt er að óska eftir tollafgreiðslu fyrir sendingu á þjónustuvef. Þá þarf að vista reikning fyrir vörunni undir fylgiskjöl, velja „þjónusta“ undir blá hnappnum og óska eftir tollafgreiðslu í fellilista.

Til að fá tollafgreiðslu á sendingu getur þú sent komutilkynningu ásamt vörureikning á tolladeild@jonar.is og óskað eftir tollafgreiðslu

Hugsanlegt er, að skemmdir eða vantanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að vara er komin í vörslu viðtakanda og er þá áríðandi að skriflegri tilkynningu verði komið til Samskipa innan þriggja daga frá afhendingu. Hægt er að senda þessa tilkynningu á netfang tjónadeildar sem er claims@samskip.com

Hér getur þú séð siglingaráætlun okkar

Hér getur þú séð gjaldskrá okkar

Hér finnur þú upplýsingar um gámaúrval Samskipa