Spurt og svarað

Hér má finna nokkrar algengar spurningar og svör varðandi innflutning hjá Samskipum. Ef þig vantar meiri upplýsingar erum þjónustudeildin okkar tilbúin að aðstoða þig.

Fyrsta skref er að setja inn beiðni um tilboð fyrir flutninginn hér.

FCL er skammstöfun fyrir Full Container Load.
Á íslensku er talað um heilgámasendingu og miðar þá við að sendingin fari í 20ft eða 40ft gám.

LCL er skammstöfun á Loose Container Load.
Á íslensku er talað um lausavörusendingu og miðar þá við að sendingin sé stöfluð á bretti. Hún tekur þá einungis hluta af gámi.

Hér má sjá orðalista og útskýringar á gjaldaliðum tilboða.

1) Allar upplýsingar tengdar vörunni:
· Rúmmál (hæð x breidd x lengd)
· Þyngd

2) Allar upplýsingar tengdum sendanda:
· Nafn fyrirtækis
· Heimilisfang
· Símanúmer
· Nafn tengiliðs hjá fyrirtækinu / · Tölvupóstur tengiliðs / Símanúmer tengiliðs

3) Hvar og hvenær á að sækja vöruna?

4) Í hvaða skip á varan að fara?

 

Með því að staðfesta bókun á þjónustuvef er bókunin komin af stað.

  • Viðskiptavinir í staðgreiðslu borga fyrir flutninginn áður en að afhending á vöru á sér stað.
  • Viðskiptavinir í reikningsviðskiptum fá sendan reikning um hver mánaðarmót.Athugið að reikningsheimild verður að ná yfir upphæð flutningsreiknings. Það er hægt að greiða flutningskostnað með því að leggja inn á reikning Samskipa í heimabanka.

    Reikningur:
    kt: 440986-1539 // Banki: 0301-26-1332

    Skýring:
    Setja inn bókunarnúmerið

    Kvittun:
    Senda kvittun úr heimabankanum fyrir færslunni inn á inn@samskip.com (netfang þjónustudeildar Samskipa).

Hægt er að óska eftir tollafgreiðslu fyrir sendingu á þjónustuvef. Þá þarf að vista reikning fyrir vörunni undir fylgiskjöl, velja „þjónusta“ neðst á skjánum og óska eftir tollafgreiðslu í fellilista.

Þú getur líka óskað eftir tollafgreiðslu með því að senda komutilkynningu ásamt vörureikning á tolladeild@jonar.is og óskað eftir tollafgreiðslu.

Hugsanlegt er, að skemmdir eða vantanir komi ekki í ljós fyrr en eftir að vara er komin í vörslu viðtakanda og er þá áríðandi að skriflegri tilkynningu verði komið til Samskipa innan þriggja daga frá afhendingu.

Hægt er að senda þessa tilkynningu á netfang tjónadeildar sem er claims@samskip.com

Hér getur þú séð siglingaráætlun okkar og fylgst með skipum í rauntíma.

Hér getur þú séð gjaldskrá okkar.

Hér finnur þú upplýsingar um mismunandi gámategundir Samskipa.