Spurt og svarað

Til að tollafgreiða:

Ef þig vantar aðstoð við tollafgreiðslu getur þú sent komutilkynninguna á tolladeild@jonar.is ásamt vörureikning og biður þau um að tolla sendinguna fyrir þig.

Til að greiða sjófrakt:

Það er hægt að greiða flutningskostnaðinn með því að millifæra:

Banki: 0301-26-1332

Kt: 440986-1539

Skýring: Setja inn bókunarnúmerið

Senda kvittanir úr heimabanka fyrir færslunni á inn@samskip.com, sem er netfang þjónustudeildar Samskipa.


Afhending:

Þegar þú ert búin/n að fá sendingu tollafgreidda og búin/n að greiða sjófrakt hefur þú samband við þjónustudeild Samskipa með því að senda póst á inn@samskip.com og starfsfólk þjónustudeildar skrifa sendinguna út  og/eða aðstoða við að panta akstur ef þú vilt fá sendingu heimsenda. 

Ef eitthvað er óskýrt eða ef einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband við þjónustudeild Samskipa.

Takk fyrir viðskiptin og kær kveðja,

Samskipateymið.