Ísheimar

Í Ísheimum eru fullkomnar tæknivæddar geymslur fyrir frystar afurðir – bæði minni og stærri farma, með rekkakerfi og fyrir heilfarma. Geymslurnar taka alls 6.500 tonn eða 6.500 palla.

Sérútbúin skoðunarherbergi eru til gæðaeftirlits í miðstöðinni og aðstaða fyrir ytra landamæraeftirlit með matvælum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Staðsett á hafnarbakkanum við Vogabakka

 • Rúmar allt að 3.500 bretti í rekkum.
 • Tekur 3.000 tonn af frystum sjávarafurðum sem er frístaflað.
 • Sérhæfð þjónusta við frysti og fjölveiðiskip.
 • Öll bretti eru vigtuð, plöstuð og strikamerkt.
 • Öll móttaka og afhending er skráð rafrænt um leið og varan fer inn og út úr miðstöðinni.
 • Samtals 1000 m² afgreiðslurými.
 • 500 m² þjónusturými þar sem gert er ráð fyrir sýnatöku og skoðun.
 • Mögulegt er að afgreiða allt að 10 gáma eða flutningabíla samtímis.
 • Enn fleiri gámatenglar.
 • Hægt er að landa beint inni í geymsluna, því hluti hennar í sömu hæð og bryggjan.
 • Svæðið er afgirt og vaktað allan sólarhringinn.
 • Tollsvæði.